Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hópur úr unglingalandsliðshópnum tekur þátt í unglingamóti í Riga

Ellefu ungir leikmenn úr unglingalandsliðshópnum taka þátt í Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis, sem er boðsmót og er haldið í Riga í Lettlandi 23.-25. febrúar 2018. Leikmennirnir keppa í kadett flokki (fædd 2003 og síðar) og minikadett flokki (fædd 2006 og síðar).

Íslendingar hafa einu sinni áður tekið þátt í þessu móti en það var í febrúar 2016 þegar þeir Kári Ármannsson og Jóhannes Kári Yngvason fóru á mótið á eigin vegum ásamt foreldrum sínum.

Eftirtaldir leikmenn fara í ferðina:

Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
Heiðmar Örn Sigmarsson, Umf. Samherjum
Jázeps Máni Meckl, Akri
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Kristófer Júlían Björnsson, BH
Matiss Meckl, Akri
Steinar Andrason, KR
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Þóra Þórisdóttir, KR

Þjálfarar í ferðinni verða Kristján Viðar Haraldsson, unglingalandsliðsþjálfari og Tómas Ingi Shelton, þjálfari hjá BH. Auk þeirra verða sex foreldrar með í för.

Hluti af afreksstefnu Borðtennissambandsins er að breikka hóp sterkra leikmanna. I þeim tilgangi hefur verið tekin ákvörðun um að að senda leikmenn á alþjóðleg mót. Er það trú stjórnar BTÍ að það muni smita út frá sér í æfingum félaganna á Íslandi en leikmenn koma reynslunni ríkari heim varðandi þau atriði sem þau þurfa að leggja áherslu á í æfingum og á mótum.

Mynd af Agnesi og Berglindi frá Brynjari Ólafssyni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir