Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Hörð keppni á unglingamóti HK

Alls tóku 38 leikmenn þátt í unglingamóti HK í dag sem var hluti af Butterfly mótaröð HK og PingPong.is. Mótaröðin samanstendur af þrem mótum í vetur og var þetta mót númer tvö. Staða keppenda í mótaröðinni verður birt á næstu dögum en úrslit úr einstaka leikjum í dag má finna á Tournement Software.

Keppendur komu frá BH, BR, HK, KR, Víkingi, Leikni, Garpi og Ungmennafélagi Laugdæla. Mótið var virkilega skemmtilegt og mikil efni á ferðinni í unglingaflokkunum.

Keppt var í fjórum flokkum, þremur karlaflokkum og einum kvennaflokki. Alls voru 22 keppendur skráðir í flokki 11 ára og yngri í karlaflokki en mikil gróska er í yngstu aldursflokkunum hjá strákunum þar sem iðkendafjöldi fer vaxandi í nokkrum félögum. Vonandi fer stelpunum einnig fjölgandi í mótaröðinni.

Úrslit í einstaka flokkum voru eftirfarandi ásamt myndum af sigurvegurunum.

11 ÁRA OG YNGRI KVK (2013 og yngri)

1. Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpur
2. Sigrún Ýr Hjartardóttir, Garpur

11 ÁRA OG YNGRI KK (2013 og yngri)

1. Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingur
2. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
3. – 4. Benjamín Bjarki Magnússon, BH
3. – 4. Guðmundur Ólafur Bæringsson, Garpur

12-13 ÁRA KK (2012 og 2011)

1. Lúkas André Ólason, KR
2. Benedikt Darri Malmquist, HK
3. – 4. Sindri Þór Rúnarsson, HK
3. – 4. Dawid May-Majewski, BH


14-15 ÁRA KK (2010 og 2009)

1. Kristján Ágúst Ármann
2. Heiðar Leó Sölvason
3. Ibrahim Hossam Al-Masry
4. Krystian May-Majewski

Aðrar fréttir