Hundrað keppendur frá 13 félögum á Íslandsmóti unglinga
Íslandsmót unglinga var haldið í KR-heimilinu við Frostaskjól helgina 22.-23. mars. Keppt var í 17 flokkum á mótinu.
Skráðir keppendur voru 100 talsins frá 13 félögum, og hafa ekki áður svona mörg félög sent keppendur á mótið. Leiknir, Umf. Bolungarvíkur, Umf. Laugdæla og Umf. Stokkseyrar tóku þátt í mótinu í fyrsta sinn.
BH, Dímon, Garpur, HK, KR, Umf. Laugdæla og Víkingur unnu Íslandsmeistaratitla á mótinu og vann Védís Daníelsdóttir fyrsta titil Umf. Laugdæla í borðtennis. Auk þeirra unnu keppendur frá BR, Leikni, Selfossi og UMFB til verðlauna.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR vann þrefalt á mótinu. Guðbjörg Vala hefur unnið sinn aldursflokk á hverju ári frá árinu 2019, ef árið 2020 er undanskilið þegar mótið féll niður vegna kórónaveirufaraldursins. Benedikt Aron Jóhannsson batt enda á sigurgöngu Alexanders Ivanov, en Alexander hafði unnið sinn flokk í einliðaleik á hverju ári frá árinu 2017.
Anna Villa Sigurvinsdóttir, KR, Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingi, Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, Dawid May-Majewski, BH, Helena Árnadóttir, KR, Kristján Ágúst Ármann, BH og Weronika Grzegorczyk, Garpi unnu tvo titla hvert.
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/9db8abbc-7883-40d3-bbc9-3fa359818c62
Verðlaunahafar:
Einliðaleikur hnokka 11 ára og yngri
1. Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingi
2. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
3.-4. Hjörleifur Brynjólfsson, HK
3.-4. Pétur Steinn Stephensen, Víkingi
Einliðaleikur táta 11 ára og yngri
1. Marsibil Silja Jónsdóttir, Dímon
2. Anna Villa Sigurvinsdóttir, KR
3.-4. Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpur
3.-4. Júlía Fönn Freysdóttir, KR
Einliðaleikur pilta 12-13 ára
1. Dawid May-Majewski, BH
2. Benedikt Darri Malmquist, HK
3.-4. Ari Jökull Jóhannesson, Leikni
3.-4. Jörundur Steinar Hansen, HK
Einliðaleikur telpna 12-13 ára
1. Védís Daníelsdóttir, Umf. Laugdælum
2. Greta Sólrún Mclaughlin Svansdóttir, KR
3.-4. Emma Hertervig, KR
3.-4. Júlía Hertervig, KR
Einliðaleikur sveina 14-15 ára
1. Kristján Ágúst Ármann, BH
2. Lúkas André Ólason, KR
3.-4. Heiðar Leó Sölvason, BH
3.-4. Viktor Daníel Pulgar, KR
Einliðaleikur meyja 14-15 ára
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
2. Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Emma Niznianska, BR
3.-4. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR
Einliðaleikur drengja 16-18 ára
1. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
2. Alexander Chavdarov Ivanov, BH
3.-4. Anton Óskar Ólafsson, Garpi
3.-4. Krystian May-Majewski, BR
Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára
1. Weronika Grzegorczyk, Garpi
2. Sylvía Sif Sigurðardóttir, Garpi
Tvíliðaleikur pilta 13 ára og yngri
1. Benedikt Jiyao Davíðsson/Benedikt Darri Malmquist, Víkingi/HK
2. Benjamín Bjarki Magnússon/Dawid May-Majewski, BH
3.-4. Aron Einar Ólafsson/Guðmundur Ólafur Bæringsson, Garpi
3.-4. Brynjar Gylfi Malmquist/Jörundur Steinar Hansen, HK
Tvíliðaleikur telpna 13 ára og yngri
1. Anna Villa Sigurvinsdóttir/Júlía Fönn Freysdóttir, KR
2. Guðbjörg Stella Pálmadóttir/Sigrún Ýr Hjartardóttir, Garpi
3.-4. Álfrún Milena Kvaran/Helga Ngo Björnsdóttir, KR
3.-4. Greta Sólrún Mclaughlin Svansdóttir/Júlía Hertervig, KR
Tvíliðaleikur sveina 14-15 ára
1. Heiðar Leó Sölvason/Kristján Ágúst Ármann, BH
2. Lúkas André Ólason/Viktor Daníel Pulgar, KR
3.-4. Adam Lesiak/Ari Jökull Jóhannesson, Víkingi/Leikni
3.-4. Almar Elí Ólafsson/Sigurður Hólmsteinn Olgeirsson, Selfoss/UMFB
Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir/Helena Árnadóttir, KR
2. Marta Dögg Stefánsdóttir/Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR
3.-4. Guðný Lilja Pálmadóttir/Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir, Garpi
3.-4. Emma Niznianska/Védís Daníelsdóttir, BR/Umf. Laugdælum
Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára
1. Anton Óskar Ólafsson/Benedikt Aron Jóhannsson, Garpi/Víkingi
2. Alexander Chavdarov Ivanov/Hergill Frosti Friðriksson, BH
3.-4. Elvar Ingi Stefánsson/Pétur Xiaofeng Árnason, Selfossi/KR
3.-4. Magnús Thor Holloway/Tómas Hinrik Holloway, KR
Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára
1. Lea Mábil Andradóttir/Weronika Grzegorczyk, Garpi
2. Eyrún Lára Sigurjónsdóttir/Sylvía Sif Sigurðardóttir, KR/Garpi
Tvenndarkeppni 13 ára og yngri
1. Dawid May-Majewski/Anna Villa Sigurvinsdóttir, BH/KR
2. Benedikt Darri Malmquist/Védís Daníelsdóttir, HK/Umf. Laugdælum
3.-4. Brynjar Gylfi Malmquist/Helga Ngo Björnsdóttir, HK/KR
3.-4. Guðmundur Ólafur Bæringsson/Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpi
Tvenndarkeppni 14-15 ára
1. Lúkas André Ólason/Helena Árnadóttir, KR
2. Viktor Daníel Pulgar/Marta Dögg Stefánsdóttir, KR
3.-4. Kristján Ágúst Ármann/Anna María Ármann, BH
3.-4. Þorgeir Óli Eiríksson/Guðný Lilja Pálmadóttir, Garpi
Tvenndarkeppni 16-18 ára
1. Magnús Thor Holloway/Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
2. Krystian May-Majewski/Emma Niznianska, BR
3.-4. Anton Óskar Ólafsson/Weronika Grzegorczyk, Garpi
3.-4. Pétur Xiaofeng Árnason/Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR
Myndir tók Finnur Hrafn Jónsson en myndir af stúlknaflokki tóku Aldís Rún Lárusdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir.
Uppfært 24.3.