Ingi Darvis og Guðrún Björnsdóttir sigruðu á RIG
Borðtennismót Reykjavíkurleikanna 2024 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal 27. janúar. Sigurvegarar mótsins voru Ingi Darvis Rodriguez og Guðrún G Björnsdóttir
Í frétt frá mótshaldara, borðtennisdeildar Víkings, kemur fram að mótið hafi tekist mjög vel og var skemmtilegt og um mjög marga spennandi og góða leiki að ræða sem fjölmargir áhorfendur kunnu að meta. Yfirdómari mótsins var Árni Siemsen.
- Í karlaflokki léku í undanúrslitum Ingi Darvis Víkingi gegn Ellert Georgssyni KR, leikar fóru þannig að Ingi Darvis sigraði örugglega 4 – 0 (11-7, 11-3, 11-5 og 11-4).
- Í hinum undanúrslitaleiknum lék Magnús Gauti Úlfarsson BH gegn Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni Vikingi, leikar fóru þannig eftir hörkuleiki að Magnús Gauti sigraði 4 – 0 (11-9, 11-6, 11-9 og 14-12).
- Úrslitaleikinn léku því Ingi Darvis Víkingi gegn Magnúsi Gauta Úlafarssyni BH
- Um spennandi og góðan úrslitaleik var að ræða þar sem Ingi Darvis lék mjög vel og sigraði 4 – 1 (11-4, 11-13, 11-7, 12-10 og 11-6).
Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Guðrún G Björnsdóttir gegn Stellu Karen Kristjánsdóttur Víkingi, Guðrún sigraði nokkuð örruglega 4 – 1 (10-12, 11-8, 11-5,11-3 og 11-5).
Í hinum undanúrslitaleiknum lék Ársól Arnardóttir KR gegn Önnu Manezza Póllandi, leikar fóru þannig að Ársól sigraði örugglega 4 – 0 (11-5, 11-3, 11-5 og 11-1).
Úrslitaleikinn léku því Guðrún G Björnsdóttir KR gegn Ársólu Arnardóttur KR.
Guðrún sigraði 4 – 3 eftir góða og spennandi leiki (10-12, 11,5, 11-2, 10-12, 6-11, 11-5, 11-9).
Úrslitin í mótinu voru þannig:
Einliðaleikur karla:
1. Ingi Davis Víkingur
2. Magnús Gauti Úlfarsson BH
3-4. Magnús Jóhann Hjartarson Víkingur
3-4. Ellert Georgsson KR
Einliðaleikur kvenna:
1. Guðrún G Björnsdóttir KR
2. Ársól Arnardóttir KR
3-4. Stella Karen Kristjándóttir Víkingur
3-4. Anna Manezza Pólland