Ingi Darvis og Magnús Gauti unnu Andorra í tvíliðaleik
Keppt var í tvíliðaleik karla og kvenna á Smáþjóðaleikunum á Möltu í dag, 1. júní. Þeir Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Gauti Úlfarsson lentu í riðli með pari frá Andorra og unnu leikinn 3-1.
Skv. upplýsingum frá Ingimar Ingimarssyni léku þeir einnig við Montenegro og Lúxemborg. Þeir léku vel gegn Montenegro og voru 1-2 undir í lotum en 8-2 yfir í 4. lotunni. Því miður töpuðu þeir henni í framlengingu, og þar með leiknum. Þeir léku enn betur gegn Lúxemborg og voru nokkrum sinnum yfir í lotunum, en náðu ekki að landa sigri í lotu.
Þær Nevena Tasic og Sól Kristínardóttir Mixa mættu fyrst sterku liði Lúxemborgar og sýndu flotta takta, en höfðu ekki roð við andstæðingunum. Þær léku einnig við parið frá Möltu sem sigraði í liðakeppninni. Báðir leikirnir töpuðust 0-3.
Andstæðingar íslensku tvennanna voru svo þau lið sem léku til úrslita og unnu þær Camella Iakob og Renata Strbikova frá Möltu þær Ariel Barbosa og Tessy Gonderinger frá Lúxemborg 3-2 í úrslitum.
Það voru líka pörin frá Möltu og Lúxemborg sem mættust í úrslitum í tvíliðaleik karla, en þar unnu þeir Eric Glod og Luca Mladenovic frá Lúxemborg þá Felix Wetzel og Dimitrij Prokobcov frá Möltu 3-1 í úrslitum.
Myndir frá Ingimar Ingimarssyni.