Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ingi Darvis og Nevena Íslandsmeistarar í einliðaleik

Ingi Darvis Rodriguez og Nevena Tasic, bæði úr Víkingi, urðu Íslandsmeistarar í einliðaleik í meistaraflokki á Íslandsmótinu í borðtennis, en mótið fór fram í TBR-húsinu 28. febrúar til 2. mars.

Ingi varði þar með titilinn sem hann vann í fyrra, en hann vann einnig árið 2020.
Í úrslitum vann Ingi Magnús Gauta Úlfarsson úr BH 4-2, en þeir tveir hafa leikið nokkra úrslitaleiki í einliðaleik síðustu ár.

Nevena keppti ekki í fyrra, en sigraði árin 2021-2023, en árið 2021 var fyrsta árið sem hún hafði keppnisrétt eftir flutning til Íslands frá Serbíu. Í úrslitum vann hún hina 14 ára gömlu Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur úr KR 4-0, en Guðbjörg Vala sló Íslandsmeistarann frá í fyrra, Sól Kristínardóttur Mixa út í undanúrslitum.

Nevena sigraði einnig í tvíliðaleik kvenna með Halldóru Ólafs, Selfossi, en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í borðtennis. Þær lögðu Aldísi Rún Lárusdóttur, KR og Sól Kristínardóttur Mixa, BH 3-0 í úrslitum, en þær síðarnefndu voru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson, BH urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla en þeir sigruðu Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Inga Darvis Rodriguez og Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi 3-2 í úrslitaleik. Þeir endurheimtu því titilinn sem þeir unnu árin 2019-2021.

Magnús Gauti og Sól fögnuðu sigri í tvenndarleik og sigruðu Inga Darvis og Nevenu 3-0 í úrslitaleik.

Verðlaunahafar á Íslandsmótinu:

Meistaraflokkur karla
1. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Birgir Ívarsson, BH
3.-4. Davíð Jónsson, KR

Meistaraflokkur kvenna
1. Nevena Tasic, Víkingi
2. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3.-4. Halldóra Ólafs, Selfossi
3.-4. Sól Kristínardóttir Mixa, BH

1. flokkur karla
1. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
2. Kristján Ágúst Ármann, BH
3.-4. Heiðar Leó Sölvason, BH
3.-4. Karl Andersson Claessson, KR

1. flokkur kvenna
1. Helena Árnadóttir, KR
2. Ársól Clara Arnardóttir, KR
3.-4. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Hrefna Namfa Finnsdóttir, KR

2. flokkur karla
1. Heiðar Leó Sölvason, BH
2. Krystian May-Majewski, BR
3.-4. Ísak Aryan Goyal, KR
3.-4. Piotr Herman, BR

2. flokkur kvenna
1. Emma Niznianska, BR
2. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Sigurlína Guðbjörnsdóttir, KR
3.-4. Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR

Tvíliðaleikur karla
1. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH
2. Ingi Darvis Rodriguez/Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
3.-4. Alexander Chavdarov Ivanov/Benedikt Aron Jóhannsson, BH/Víkingi
3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson/Pétur Gunnarsson, KR

Tvíliðaleikur kvenna
1. Halldóra Ólafs/Nevena Tasic, Selfossi/Víkingi
2. Aldís Rún Lárusdóttir/Sól Kristínardóttir Mixa, KR/BH
3.-4. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir/Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Guðrún G Björnsdóttir/Hrefna Namfa Finnsdóttir, KR

Tvenndarleikur
1. Magnús Gauti Úlfarsson/Sól Kristínardóttir Mixa, BH
2. Ingi Darvis Rodriguez/Nevena Tasic, Víkingi
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson/Eva Jósteinsdóttir, Víkingi
3.-4. Þorbergur Freyr Pálmarsson/Emma Niznianska, BH/BR

Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef mótsins hjá Tournament Software: https://www.tournamentsoftware.com/tournament/7bbf705a-14d6-468f-af14-0e55d89105db

Dómaragreiðslur

Mótsstjórn þakkar þeim dómurum sem tóku að sér dómarastörf á mótinu. Þeir eru beðnir um að senda BTÍ bankaupplýsingar svo hægt sé að ganga frá greiðslum en landsdómarar fá 500 kr greiðslu fyrir hvern leik en „flettarar“ fá 250 kr. fyrir hvern leik. Sendið póst á [email protected] með upplýsingum um bankareikning og kennitölu.

Myndir frá Finni Hrafni Jónssyni.

Aðrar fréttir