Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ingi Darvis og Nevena Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Ingi Darvis Rodriguez og Nevena Tasic, Víkingi, vörðu Íslandsmeistaratitilinn á Íslandsmótinu 2022, sem fram fer í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þau sigruðu meistarana frá 2020, Magnús Gauta Úlfarsson og Sól Kristínardóttur Mixa 3-2 í úrslitaleik.

Leikið var fram að undanúrslitum í öðrum flokkum, en undanúrslit og úrslitaleikir fara fram sunnudaginn 6. mars. Keppni hefst kl. 10 en sjá má dagskrána hér: https://bordtennis.is/islandsmotid-i-bordtennis-2022/

Streymt verður frá mótinu á YouTube síðu BTÍ, sjá https://www.youtube.com/watch?v=_aybWyjX-3c/

Í meistaraflokkunum hafa allir Íslandsmeistararnir frá því í fyrra möguleika á að verja titla sína, nema hvað Agnes Brynjarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna, tekur ekki þátt í mótinu að þessu sinni.

Þátttaka í mótinu er mjög góð og eru skráðir þátttakendur 143 talsins og keppa fyrir 11 félög.

Forsíðumynd af Inga Darvis og Nevenu frá Íslandsmótinu 2021.

Aðrar fréttir