Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ingi Darvis og Nevena Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Keppni hófst á Íslandsmótinu 2021 laugardaginn 6. mars og er leikið í TBR-húsinu. Leikið var til úrslita í tvenndarleik og fram að undanúrslitum í öðrum flokkum. Keppni lýkur sunnudaginn 7. mars og hefst keppni kl 11. Ítarlegri dagskrá má sjá í frétt efst á síðunni og á dagatalinu hægra megin á síðunni.

Ingi Darvis Rodriguez og Nevena Tasic, Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik og var þetta þeirra fyrsti titill í tvenndarleik og fyrsti titill Nevenu í einstaklingsgrein. Þau sigruðu Íslandsmeistara síðasta árs, Magnús Gauta Úlfarsson og Sól Kristínardóttur Mixa úr BH 3-1 (6-11, 11-6, 11-9, 12-10) í frábærlega leiknum úrslitaleik. Í 3.-4. sæti urðu Birgir Ívarsson, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi og Magnús Jóhann Hjartarson og Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi.

Í meistaraflokkunum í einliðaleik og tvíliðaleik eru Íslandsmeistarar síðasta árs enn með í keppni í undanúrslitunum og eiga því möguleika á að verja titla sína.

Í meistaraflokki kvenna mætast annars vegar Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi og Sól Kristínardóttir Mixa, BH og hins vegar Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi og Nevena Tasic, Víkingi.

Í meistaraflokki karla leika Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi og Birgir Ívarsson, BH. Í hinum undanúrslitaleiknum spila Magnús Jóhann Hjartarson. Víkingi og Magnús Gauti Úlfarsson, BH.

Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef mótsins á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=E047C923-8731-46E7-AD0B-F8686ECAE0A8.

Aðrar fréttir