Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ingi Darvis sigraði í flokki Herrer B og liðið vann sex verðlaun á Norges cup

Íslensku leikmennirnir unnu til sex verðlauna á seinni degi Norges cup. Ingi Darvis Rodriguez sigraði í flokki herre B og fékk brons í ungmennaflokki drengja. Magnús Gauti Úlfarsson varð í 2. sæti í flokki herre B og Magnús Jóhann Hjartarson varð í 3.-4. sæti. Sól Kristínardóttir Mixa fékk silfur í meyjaflokki og brons í stúlknaflokki.

Nánar um einstaka flokka:

Allir karlarnir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Stella Karen Kristjánsdóttir léku í flokki herrer B. Ingi Darvis, Magnús Gauti og Magnús Jóhann unnu alla leikina í riðlinum og fóru áfram í útsláttarkeppnina. Ellert Kristján Georgsson og Gestur Gunnarsson, sem taka þátt í mótinu á eigin vegum, unnu einn leik hvor og komust ekki áfram. Ingi Darvis og Magnúsarnir unnu allir sína leiki í útsláttarkeppninni þangað til Magnús Jóhann og Magnús Gauti mættust í undanúrslitum. Magnús Gauti vann þann leik 3-0 og mætti Inga Darvis í úrslitaleiknum. Þar hafði Ingi Darvis sigur 11-8 í oddalotu. Það voru því þrír Íslendingar á verðlaunapalli í þessum flokki.

Sól vann tvo leiki af þremur í riðlinum í meyjaflokki (jenter 15) og hafnaði í 2. sæti í riðlinum. Hún vann svo undanúrslitaleikinn 3-1 en tapaði 1-3 fyrir Helen Steen frá Oslo BTK í úrslitaleiknum og fékk silfur.

Sól vann tvo líka leiki af þremur í riðlinum í stúlknaflokki (junior) og varð í 2. sæti í riðlinum. Hún tapaði í undanúrslitum 0-3 fyrir Vivian Huynh frá B-72 en sú sigraði í flokknum. Sól vann því til bronsverðlauna í þessum flokki.

Allir íslensku karlarnir léku í ungmennaflokki drengja (eldre junior). Ingi Darvis og Magnús Gauti fóru beint í útsláttarkeppnina en hinir Íslendingarnir léku í riðlum. Magnús Jóhann vann alla sína leiki í riðlinum og Ellert og Gestur unnu tvo leiki af þremur. Ingi Darvis vann bronsverðlaun í flokknum eftir þrjá sigra í útslættinum. Magnús Gauti varð í 5.-8. sæti eftir tvo sigra en Magnús Jóhann vann einn leik í útsláttarkeppninni og varð í 9.-16. sæti. Ellert og Gestur töpuðu fyrsta leiknum og höfnuðu í 17.-26. sæti.

Forsíðumynd af hópnum með Má Mixa fararstjóra og Peter Nilsson landsliðsþjálfara.

Aðrar fréttir