Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ingi Darvis vann einu lotu Íslands á HM

Íslensku leikmennirnir hafa lokið keppni á HM í borðtennis. Þeir töpuðu öllum leikjum sínum í einliðaleik og tvíliðaleik. Hægt er að sjá hverjir andstæðingar þeirra voru í frétt frá 20. apríl.

Ingi Darvis Rodriguez vann einu lotuna sem íslensku leikmennirnir unnu, en það var í leik gegn Rares Sipos frá Rúmeníu. Hægt er að horfa á þann leik á YouTube, og er slóðin
https://www.youtube.com/watch?v=ywsjmsWsnA4&feature=youtu.be

Ingi og Magnús Gauti léku saman í tvíliðaleik og töpuðu fyrir ítalska parinu Leonardo Mutti og Matteo Mutti.

Eftirfarandi kemur fram á fésbókarsíðu BTÍ: „Brekkan var brött en þeir fengu allir erfiða mótherja. Er það staðan nú meðan þeir eru ekki hærri á heimslistanum. Þeir börðust hins vegar eins og ljón, gáfu ekkert eftir og spiluðu á háu getustigi þar sem þeir sýndu að þeir eru á réttri leið. Leikmennirnir eru ungir og eiga enn mikið inni. Næstu dagar hjá þeim fara í æfingar með Aleksey landsliðsþjálfara og æfingaleiki (liðakeppni) við leikmenn annarra þjóða á mótinu.“ 

Á fésbókarsíðu BTÍ eru myndir frá mótinu og af íslensku leikmönnunum. Forsíðumyndin af Inga Darvis er tekin af þeirri síðu.

ÁMU

Aðrar fréttir