Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ingi Darvis varð í 10. sæti í einliðaleik í kadettflokki sveina á Norður-Evrópumótinu

Ingi Darvis Rodriquez var eini íslenski keppandinn sem keppti í einliðaleik 28. júní. Ingi keppti í B-keppninni í kadettflokki sveina. Hann sigraði fyrst Madis Moos frá Eistlandi 3-0 en tapaði svo 1-3 fyrir Eligiusi Klarenbeek frá Litháen í úrslitaleiknum í B-keppninni. Ingi hafnaði því í 10. sæti á mótinu af 17 keppendum í flokknum.

Þá hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á mótinu. Að sögn Kristjáns Viðars Haraldssonar, unglingalandsliðsþjálfara, vann íslenska liðið fleiri sigra gegn erlendum leikmönnum en okkur hefur áður tekist á þessu móti. Magnús Gauti Úlfarsson vann 7 leiki, Ingi Darvis Rodriquez 4 leiki, Kári Ármannson 1 og Karl Andersson Claesson 1 leik. Það er einstaklega ánægjulegt að segja frá því að krakkarnir vakið athygli fyrir góða framkomu, baráttu, jákvæðni og samstöðu hjá þjálfurum annarra landa sem tóku þátt í keppninni í ár.

Liðið heldur heim á leið 29. júní en Kristján Viðar Haraldsson, unglingalandsliðsþjálfari sækir þjálfaranámskeið ásamt Ingimar Ingimarssyni og Tómasi Inga Shelton.

 

ÁMU

Aðrar fréttir