Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ísland komst ekki upp úr riðlunum í liðakeppni Smáþjóðaleikanna

Síðustu leikirnir í liðakeppni Smáþjóðaleikanna fóru fram 29. maí og er leikið í Tivat, eins og fyrri daginn. Bæði liðin léku við heimamenn í Montenegro og töpuðust báðir leikirnir 0-3. Magnús Gauti Úlfarsson hefur unnið tvær lotur á leikunum til þessa en aðrir leikir hafa tapast án þess að lota ynnist.

Lúxemborg sigraði San Marínó 3-0 í úrslitum í liðakeppni kvenna og Kýpur lagði Lúxemborg 3-0 í úrslitum í liðakeppni karla.

Úrslit úr einstökum leikjum Íslands:

Konur

Kvennaliðið reyndist vera í B-riðli með Möltu, Mónakó og Montenegro.

Ísland – Mónakó 0-3

Þessi leikur fór fram 28. maí en úrslitin skiluðu sér ekki á vef mótsins fyrr en 29. maí. Enn er nafn Sólar á vef mótsins en þar sem hún er ekki í liðinu var það líklega Stella sem lék tvíliðaleikinn.

  • Agnes Brynjarsdóttir – Xiaoxin Yang 0-3 (2-11, 4-11, 5-11)
  • Aldís Rún Lárusdóttir – Ulrika Quist 0-3 (7-11, 10-12, 5-11)
  • Aldís/Sól – Quist/Yang 0-3 (3-11, 6-11, 4-11)

Ísland – Montenegro 0-3

Enn er nafn Sólar á vef mótsins en þar sem hún er ekki í liðinu var það líklega Stella sem lék í þessum einliðaleik.

  • Aldís Rún Lárusdóttir – Neda Milacic Bogdanovic 0-3 (7-11, 5-11, 8-11)
  • Sól Kristínardóttir – Ivona Petric 0-3 (3-11, 4-11, 2-11)
  • Agnes Brynjarsdóttir/Aldís – Snezana Culafic/Petric 0-3 (8-11, 2-11, 6-11)

Karlar

Karlarnir voru í A-riðli með Mónakó og Montenegro.

Ísland – Montenegro 0-3

  • Ingi Darvis Rodriguez – Filip Radovic 0-3 (6-11, 8-11, 9-11)
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Filip Radulovic 1-3 (4-11, 15-13, 2-11, 8-11)
  • Ingi Darvis/Magnús Gauti – Alan Jasarovic/Radulovic 0-3 (7-11, 9-11, 10-12)

Þann 30. maí verður leikið í tvíliðaleik og virðist pörunum vera skipt í tvo riðla. Íslensku karlarnir leika við Lúxemborg kl. 11.20 og Montenegro kl. 15 að staðartíma. Skv. vef leikanna eru það Magnús Gauti og Magnús Jóhann sem leika tvíliðaleikinn.

Í tvíliðaleik kvenna eru það Agnes Brynjarsdóttir og Stella Karen Kristjánsdóttir sem keppa. Þær spila við Montenegro kl. 10 og skv. vef mótsins leika þær líka við Kýpur kl. 10, sem ekki gengur upp. Kl. 15.40 mæta þær svo San Marínó.

Aðrar fréttir