Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ísland sigraði Möltu í liðakeppni sveina á EM unglinga

Síðustu leikirnir í liðakeppni á EM unglinga fóru fram 18. júlí en þá var leikið um einstök sæti. Bæði kadettliðið og juniorliðið léku við Möltu.

Kadettliðið lék við Möltu um 38. sæti á mótinu. Liðið vann öruggan 3-0 sigur og vann þar með fyrsta landsleik sinn á mótinu. Ingi Darvis Rodriquez og Ingi Brjánsson unnu hvor sinn einliðaleikinn og saman unnu þeir svo þriðja tvíliðaleik sinn á mótinu. Eins og í hinum tveimur tvíliðaleikjunum unnu þeir með tveggja stiga mun í oddalotu, og voru undir allan leikinn þar til í lokin. Greinilega miklir baráttumenn á ferð. Liðið hafnaði í 38. sæti af 39. liðum.

Juniorliðið lék í T-riðli um 35.-37. sæti við Eistland og Möltu. Eftir numt tap gegn Eistland í gær þurfti liðið að vinna Möltu til að ná 36. sæti. Það tókst ekki og liðið tapaði 1-3, þar sem Magnús Gauti Úlfarsson vann einliðaleik. Liðið hafnaði því í 37. og neðsta sæti.

Úrslit úr einstökum leikjum:

Kadett sveinar (15 ára og yngri)

Ísland – Malta 3-0

  • Ingi Darvis Rodriquez – Conrad Puli 3-0 (11-9, 11-7, 11-6) 1-0
  • Ingi Brjánsson – James Vella 3-1 (11-9, 16-14, 5-11, 11-8) 2-0
  • Ingi Brjánsson/Ingi Darvis Rodriquez – Conrad Puli/James Vella 3-2 (11-13, 10-12, 11-7, 11-8, 11-9) 3-0

Junior drengir (16-18 ára)

Ísland – Malta 1-3

  • Magnús Gauti Úlfarsson – Aidan Dwight Mallia 3-0 (11-3, 11-4, 11-5) 1-0
  • Kári Ármannsson – Gabriel Grixti 0-3 (7-11, 11-13, 4-11) 1-1
  • Ellert Kristján Georgsson – Isaac Grixti 1-3 (7-11, 11-6, 5-11, 5-11) 1-2
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Gabriel Grixti 1-3 (15-17, 9-11, 11-6, 7-11) 1-3

 

Þann 19. júlí hefst keppni í einstaklingsgreinum. Leikur Magnúsar Gauta við Króatann Jakov TICA verður sýndur í beinni útsendingu kl. 14.45 að íslenskum tíma á vef ETTU sem og á Facebook síðu ETTU.

Skv. Facebook síðu Borðtennissambands Íslands eru leikir íslensku strákanna þessir:

Miðvikudagur 19.07.2017

Kl. 14.00 Einliðaleikur kadett sveinar: Ingi Darvis gegn GOGOV Georgi (BUL) á borði 3
Kl. 14.00 Einliðaleikur kadett sveinar: Ísak gegn KOGANS, Daniels (LAT) borði 6
Kl. 14.45 Tvíliðaleikur junior drengir: Birgir og Ellert gegn GRIXTI, Gabriel og GRIXTI, Isaac (MLT)
Kl. 14.45 Tvíliðaleikur junior drengir: Magnús og Kári gegn GEORGIOU Styllanos og MARIOS Kekkos (CYP)
Kl. 15.45 Einliðaleikur junior drengir: Magnús Gauti gegn TICA, Jakov (CRO) borði 1
Kl. 15.45 Einliðaleikur junior drengir: Birgir gegn TSISSIOS, Charalombos (CYP) borði 9
Kl. 16.30 Einliðaleikur junior drengir: Ellert gegn CHRISTENSEN, Thor (DEN) borði 5
Kl. 16.30 Einliðaleikur junior drengir: Kári gegn HENIN, Valentin (BLR) borði 14
Kl. 19.15 Tvenndarleikur kadett: Ingi Darvis og SAARIALHO, Kaarina (FIN) gegn MAKAROV, Vladislav (RUS) og Malinina Nataliya (RUS) á borði 8

Fimmtudagur 20.07.2017
Kl. 12.00 Einliðaleikur kadett sveinar: Ingi Brjánsson gegn CICCHITTI, Alessandro (ITA) á borði 5
Kl. 18.00 Tvíliðaleikur kadett sveinar: Ingi Brjánsson og Ingi Darvis gegn HOLLO, Mike (GER) og Janz, Fernando (GER)
Kl. 18.30 Tvíliðaleikur kadett sveinar: Ísak Indriði og MALLIA, Aidan Dwight (MLT) gegn Martinko, Tomaz (CZE) og DEGROS, Niclas (BEL)

Á forsíðunni má sjá Ingana frá skemmtilegu sjónarhorni í tvíliðaleik á mótinu.

 

ÁMU

Aðrar fréttir