Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ísland sigraði Noreg í meyjaflokki á EM unglinga

Fyrsti liðssigur Íslands á EM unglinga kom í dag, 13. júlí, þegar íslenska meyjaliðið sigraði lið Noregs 3-1.
Íslenska sveinaliðið og drengjaliðið töpuðu hins vegar sínum liðsleikjum í dag.

Úrslit dagsins, 13. júlí:

Meyjalið 15 ára og yngri
Ísland – Noregur 3-1
Guðbjörg Vala vann báða einliðaleiki sína, þann fyrri 3-1 og þann seinni 3-2. Guðbjörg Vala og Helena unnu svo tvíliðaleikinn 3-2. Frábær sigur hjá íslensku stúlkunum og ekki á hverjum degi sem íslensk borðtennislið vinna Noreg.

Sveinalið 15 ára og yngri
Ísland – Króatía 0-3
Kristján tapaði sínum einliðaleik 1-3 og Kristján og Lúkas töpuðu tvíliðaleiknum sömuleiðis 1-3.

Drengjalið 16-18 ára
Ísland – Malta 0-3
Ísland – Úkraína 0-3

Íslensku drengirnir töpuðu 0-3 fyrir Möltu en allir leikirnir voru jafnir. Benedikt Aron og Darian töpuðu sínum leikjum í oddalotu og Alexander tapaði 1-3.
Lið Úkraínu var hins vegar miklu sterkara en það íslenska, og vann alla leikina 3-0.

Dagskrá næstu leikja:

Meyjalið 15 ára og yngri leikur í O-riðli.
14.7. 09.00 Ísland – Lettland
14.7. 15.40 Ísland – Skotland
15.7. 09.00 Ísland – England

Sveinalið 15 ára og yngri leikur í R-riðli.
14.7. 15.40 Ísland – Holland

Drengjalið 16-18 ára leikur í O-riðli.
14.7. 09.00 Ísland – Bosnía-Herzegóvína

Hér má fylgjast með leikjunum á mótinu og sjá úrslit í einstökum viðureignum: https://www.ettu.org/european-youth-championships/.

Á forsíðumyndinni frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur má sjá Guðbjörgu Völu, Helenu og Tómas Shelton þjálfara fagna sigrinum gegn Noregi.

Aðrar fréttir