Ísland tapaði fyrir Finnlandi í forkeppni EM karlaliða
Íslenska karlaliðið lék einn leik í dag, 22. janúar, í forkeppni EM liða. Liðið mætti sterku liði Finnlands og tapaði 0-3. Liðið vann eina lotu, en hana vann Ingi Darvis Rodriguez gegn Lassi Lehtola.
Finnar eru efstir í riðlinum og hafa unnið alla leiki sína 3-0.
Ísland er í 3.-4. ásamt Írlandi, en liðin unnu bæði Eistland 3-2 og töpuðu hinum leikjum sínum 0-3. Liðin mætast 23. janúar kl. 9.30 að staðartíma og er það lokaleikur Íslands í riðlinum.
Öll úrslit má sjá hér: https://www.ettu.org/eureopan-teams-championships-stag-1/