Ísland tapaði fyrir Ísrael á EM unglinga
Íslenska drengjaliðið lék síðasta leik sinn í G-riðli á EM unglinga í dag og tapaði 0-3 fyrir Ísrael. Liðið hafnaði í 4. og neðsta sæti riðilsins. Ingi Darvis vann eina lotu í sínum leik en hinir leikirnir töpuðust 0-3, margar með tveggja stiga mun.
Liðakeppnin heldur áfram þann 17. júlí. Þá leika íslensku drengirnir í Q-riðli. Þeir leika við Makedóníu kl. 11.00 og við Wales kl. 17.20. Belarus (Hvíta-Rússland) leikur einnig í Q-riðli og mætir Íslandi þann 18. júlí kl. 9.00.
Áfram verður leikið um einstök sæti í liðakeppninni seinni partinn 18. júlí og þann 19.
Ísland – Ísrael 0-3
Magnús Gauti Úlfarsson – Yaniv Karmazin 0-3 (9-11, 6-11, 7-11) 0-1
Birgir Ívarsson – Guy Kouchily 0-3 (5-11, 10-12, 11-13) 0-2
Ingi Darvis Rodriquez – Dor Oren 1-3 (16-14, 5-11, 9-11, 6-11) 0-3
Forsíðumynd af Birgi af fésbókarsíðu BTÍ.
ÁMU