Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ísland tekur þátt í forkeppni fyrir Evrópukeppni landsliða 2017

Evrópska borðtennissambandið (ETTU) hefur dregið í riðla í forkeppni fyrir Evrópukeppni landsliða 2017. Ísland skráði bæði karla- og kvennalið til leiks og tekur þátt í „challenge“ deildinni. Á heimasíðu ETTU er vísað til þess að þessi viðburður verði á tímabilinu 27. september – 13. desember 2016 en staður og stund eru ekki komin á hreint.

Leiknir verða 5 einliðaleikir í hverri viðureign og eru mest 4 leikmenn í hverju liði. Gert er ráð fyrir að leikið verði í riðli og fari allir leikirnir fram á sama stað. Tvö lönd komast áfram úr hverjum riðli.

Riðill Íslands í karlaflokki (L-riðill):

  1. Írland
  2. Noregur
  3. Azerbaidjan
  4. Kosóvo
  5. Ísland
  6. Wales

Leikjaröð: 1-4, 2-5, 3-6; 1-6, 2-4, 3-5; 1-3, 2-6, 4-5; 1-2, 3-4, 5-6; 1-5, 2-3, 4-6.

Riðill Íslands í kvennaflokki (L-riðill):

  1. Ísland
  2. Danmörk
  3. Noregur
  4. Albanía

Leikjaröð: 1-3, 2-4; 1-2, 3-4; 1-4, 2-3.

Á forsíðumyndinni má sjá þátttakendur Íslands á HM í Kína vorið 2015.

ÁMU

Aðrar fréttir