Íslandsmót eldri flokka karla og kvenna 2014
Íslandsmót öldunga fór fram um helgina en þar áttust við karlar og konur frá aldrinum 40 – 80 ára.
Hæst ber að nefna Víkinginn Stefán Birkisson, sem hirti tvo Íslandsmeistaratitla, annars vegar í flokki einliðaleik 40-49 ára og hins vegar í tvíliðaleik 40-49 ára ásamt Bjarna Þorgeiri Bjarnasyni. Einnig var Jónas Marteinsson frá Erninum með tvo titla en hann sigraði í flokki einliðaleik 60-69 ára og tvíliðaleik 60-69 ára ásamt félaga sínum Ólafi H. Ólafssyni.
Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: …