Íslandsmót öldunga 2018 fer fram laugardaginn 17. mars
Íslandsmót öldunga í borðtennis 2018 fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla, Neshaga 3, laugardaginn 17. mars 2018. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.
Leikið verður í fjórum aldursflokkum karla og kvenna í einliðaleik, fjórum aldursflokkum í tvíliðaleik og einum aldursflokki í tvenndarkeppni sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót.
Dagskrá
13.00 Tvenndarkeppni 40 ára og eldri, fædd 1978 og fyrr
14.00 Tvíliðaleikur karla 40-49 ára, fæddir 1969-1978
14.00 Tvíliðaleikur kvenna 40-49 ára, fæddar 1969-1978
14.00 Tvíliðaleikur karla 50-59 ára, fæddir 1959-1968
14.00 Tvíliðaleikur kvenna 50-59 ára, fæddar 1959-1968
14.00 Tvíliðaleikur karla 60-69 ára, fæddir 1949-1958
14.00 Tvíliðaleikur kvenna 60-69 ára, fæddar 1949-1958
14.00 Tvíliðaleikur karla 70 ára og eldri, fæddir 1948 og fyrr
14.00 Tvíliðaleikur kvenna 70 ára og eldri, fæddar 1948 og fyrr
15.00 Einliðaleikur karla 40-49 ára, fæddir 1969-1978
15.00 Einliðaleikur kvenna 40-49 ára, fæddar 1969-1978
15.00 Einliðaleikur karla 50-59 ára, fæddir 1959-1968
15.00 Einliðaleikur kvenna 50-59 ára, fæddar 1959-1968
15.00 Einliðaleikur karla 60-69 ára, fæddir 1949-1958
15.00 Einliðaleikur kvenna 60-69 ára, fæddar 1949-1958
15.00 Einliðaleikur karla 70 ára og eldri, fæddir 1948 og fyrr
15.00 Einliðaleikur kvenna 70 ára og eldri, fæddar 1948 og fyrr
Verðlaunaafhending verður að loknum úrslitaleikjum.
Fyrirkomulag keppni
Keppt verður í riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti. Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með einföldum útslætti skv. reglugerð um Íslandsmót. Þó verður leikið í riðli ef þrjú pör eru skráð til leiks skv. sömu reglugerð. Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik.
Skv. reglugerð um Íslandsmót er lágmarksþátttaka í hverjum aldursflokki tveir í einliðaleik og tvö pör í tvíliðaleik og tvenndarleik. Þeir flokkar sem ekki uppfylla þessi skilyrði falla niður og keppendur flytjast í næsta aldursflokk fyrir neðan. Ekki er veittur Íslandsmeistaratitill í flokki sem fellur niður með þessum hætti.
Við röðun í mótið verður farið eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ.
Leikið verður með hvítum þriggja stjörnu Stiga kúlum.
Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.
Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjöld og skráning
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. mars kl. 22.
Mælst er til þess að skráningum sé skilað á vef Tournament Software á slóðinni http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=A5682FF4-EACD-4E67-8551-EDD7383EE25F . Leiðbeiningar um skráningu í gegnum Tournament Software má finna á vefsíðu BTÍ, www.bordtennis.is. Einnig má skila skráningu á netfangið [email protected] eða hringja/senda sms á
mótsstjórn.
Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ.
Samkvæmt reglugerð er þátttaka á Íslandsmótum aðeins heimil íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgururum sem hafa verið búsettir og átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár þegar mót fer fram.
Þátttökugjald er 2.000 kr. í einliðaleik og 2.000 kr. fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.000 kr. á mann). Hægt er að greiða þátttökugjald inn á reikning Borðtennisdeildar KR: Bankareikningur: 0137-26-008312, kennitala 661191-1129. Tilkynning um greiðslu skal send á netfangið [email protected] og skal koma fram fyrir hvaða leikmann/par er verið að greiða. Einnig er hægt að greiða á staðnum en ekki verður posi á mótsstað.
Dregið verður í mótið í Íþróttahúsi Hagaskóla fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00.
Mótstjórn
Aldís Rún Lárusdóttir, gsm. 665 6330, [email protected]
Hlöðver Steini Hlöðversson, gsm. 824 3738, [email protected]
Kári Mímisson, gsm. 84907071, [email protected]
Yfirdómari: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson.
Annað
Að móti loknu er fyrirhugað að hittast á Kaffi Vest á Hofsvallagötu.
Bréf um mótið: Íslandsmót öldunga í borðtennis 2018
ÁMU