Íslandsmót öldunga verður haldið 17. mars
Íslandsmót öldunga í borðtennis 2018 fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla, Neshaga 3, laugardaginn 17. mars 2018 og hefst keppni kl. 13. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.
Leikið verður í fjórum aldursflokkum karla og kvenna í einliðaleik, fjórum aldursflokkum í tvíliðaleik og einum aldursflokki í tvenndarkeppni sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót.
Formlegt bréf um mótið verður sent út á næstunni en opnað hefur verið fyrir skráningar á vef Tournament Software, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=A5682FF4-EACD-4E67-8551-EDD7383EE25F. Einnig verður hægt að skrá sig með tölvupósti og í gegnum síma.
ÁMU