Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslandsmót unglinga í borðtennis 18 – 19. mars

Verið velkomin á Hvolsvöll helgina 18 -19. Mars

Mikil borðtennishátíð verður helgina 18 og 19. mars er Íslandsmót unglinga í borðtennis 2017 fer fram. Mótið er að þessu sinni í umsjón Borðtennisdeildar Dímonar og fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.

Leikið verður í fjórum aldursflokkum drengja og stúlkna í einliðaleik, þremur aldursflokkum í tvíliðaleik og tveimur aldursflokkum í tvenndarkeppni sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót.

Laugardaginn 18. mars verður leikið í tvenndarkeppni og keppt í riðlum í einliðaleik. Leikið verður upp úr riðlum fram að undanúrslitum.

Sunnudaginn 19. mars verður leikið í tvíliðaleik og til úrslita í einliðaleik.

Dagskrá lýkur með sameiginlegri verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka.

Sundlaugin verður opin frá kl 10 – 15 báða dagana og býðst keppendum þess kostur að skella sér frítt í sund þessa helgi.

Félgasmiðstöðin, sem staðsett er við íþróttahúsið, verður opin til gistingar aðfaranótt sunnudags ef keppendur og þjálfarar kjósa þess. Gisting kostar 1.500kr pr mann. Gott ef er að fulltrúi félags geti sent hversu margir úr viðkomandi félagi vilji nýta sér þennan möguleika en pláss er fyrir 30 manns. Gott ef pantað sé fyrir 14. mars svo hægt sé að gera ráðstafanir ef fjöldi er umfram 30 manns. Nauðsynlegt er að taka dýnur og svefnpoka með sér.

Dagskrá

Laugardagur 18. mars

Tvenndarkeppni:

11.00 Tvenndarkeppni -15 ára, fædd 2002 og síðar

15.00 Tvenndarkeppni 16-18 ára, fædd 1999-2001

Einliðaleikur að undanúrslitum:

11.00 Einliðaleikur hnokka -11 ára, fæddir 2006 og síðar

12.00 Einliðaleikur táta -11 ára, fæddar 2006 og síðar

12.00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2004-2005

13.00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2004-2005

14.00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2002-2003

14.00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2002-2003

15.30 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 1999-2001

16.00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 1999-2001

Sunnudagur 19. mars

Tvíliðaleikur:

11.00 Tvíliðaleikur pilta -13 ára, fæddir 2004 og síðar

11.00 Tvíliðaleikur telpna -13 ára, fæddar 2004 og síðar

11.00 Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 1999-2001

11.00 Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 1999-2001

12.00 Tvíliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2002-2003

12.00 Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2002-2003

Einliðaleikur undanúrslit og úrslit:

13.00 Einliðaleikur hnokka -11 ára, fæddir 2006 og síðar

13.00 Einliðaleikur táta -11 ára, fæddar 2006 og síðar

13.00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2004-2005

13.30 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2004-2005

13.30 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2002-2003

13.30 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2002-2003

13.30 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 1999-2001

14.00 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 1999-2001

 

Verðlaunaafhending í öllum flokkum mun fara fram sunnudaginn 19. mars að loknum úrslitaleikjum.

Fyrirkomulag keppni

Keppt verður í riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti. Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með einföldum útslætti skv. reglugerð um Íslandsmót. Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Samvkæmt ákvörðun stjórnar BTÍ þurfs a.m.k. Tveir keppendur að vera skráðir í flokk til þess að keppni fari fram. Ef eingöngu tveir keppendur eru skráðir í flokk í einliðaleik fer úrslitaleikurinn fram sunnudaginn 19. mars.

Við röðun í mótið verður farið eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ.

Leikið verður á Stiga borðum með hvítum þriggja stjörnu Stiga plastkúlum.

Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.

Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.

Þátttökugjöld og skráning

Þátttökugjald er 2.000 kr. í einliðaleik og 2.000 kr. fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.000 kr. á mann) samkvæmt ákvörðun stjórnar BTÍ.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 14. mars kl. 20.

Skráningum skal skilað til mótstjórnar með skráningu á vef Tournament Software á slóðinni:  http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=945977A2-D0F6-43BB-A452-90EDE7770609  Leiðbeiningar um skráningu í gegnum Tournament Software má finna á vefsíðu BTÍ, www.bordtennis.is. Ef vandkvæði eru með skráningu á vefnum má einnig skila skráningu til mótsstjórnar.

Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ.

Dregið verður í mótið miðvikudaginn 15. mars kl. 19 á skrifstofu BTÍ.

Samkvæmt reglugerð er þátttaka á Íslandsmótum aðeins heimil íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgururum sem hafa verið búsettir og átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár þegar mót fer fram.

Mótstjórn

Ásta Laufey Sigurðardóttir – [email protected] – 4878692

Ragnhildur Guðmundsdóttir [email protected] – 8981755

Reynir Björgvinsson – [email protected] – 8227448

Yfirdómari

Ólafur Elí Magnússon – [email protected] – 8486196

Íslandsmót unglinga í borðtennis 2017.docx

 

Aðrar fréttir