Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Íslandsmót unglinga í Borðtennis 2015

Íslandsmót unglinga í borðtennis fer fram í TBR-húsinu við Gnoðavog helgina 21.-22. mars 2015. Mótið hefst á Laugardeginum kl. 11 og lýkur með verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka eftir úrslitaleiki á sunnudeginum kl. 14:30.

Keppt verður í Tvenndarkeppni, tvíliðaleik drengja og stúlkna og í einliðaleik drengja og stúlkna.

Keppt verðir í riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti. Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með einföldum útslætti skv. reglugerð um Íslandsmót. þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Leikið verður með þriggja stjörnu Adidas kúlum. Farið verður eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ við röoðun í mótið. Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.

Þáttökugjald er 1.500 kr í einliðaleik og 2.000 kr fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni(1.000 kr á mann)
Síðasti skráningardagur er miðvikudagur 18. mars kl. 20:00, ed dregið verður í mótið í TBR-húsinu fimmtudaginn 19. mars kl. 18:00.
Skráningar berist til Péturs Ó. Stephensen s-8940040/e.mail [email protected]
Yfirdómari: Árni Siemsen
Mótshaldari: víkingur
Mótsjórn skipa: Pétur Ó. Stephensen, Daði Freyr Guðmundssons og Magnús K. Magnússon 

Auglýsingu fyrir mótið má finna Hér

Aðrar fréttir