Íslandsmót unglinga í borðtennis 2012 fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól 10.-11. mars 2012 í umsjón Borðtennisdeildar KR.

Leikið verður í fimm aldursflokkum drengja og stúlkna í einliðaleik, fjórum aldursflokkum í tvíliðaleik og þremur aldursflokkum í tvenndarkeppni sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót.

 

Sjá nánar í meðfylgjandi skjali:  Íslandsmót unglinga 2012

 

ÁMU

Verðlaunahafar í tvenndarkeppni 15 ára og yngri á Íslandsmóti unglinga 2011. Mynd: Finnur Hrafn Jónsson