Íslandsmót unglinga verður haldið 10.-11. október
Mótanefnd Íslandsmóts unglinga 2020 hefur ákveðið, í samráði
við stjórn BTÍ, að mótið fari fram helgina 10.-11. október 2020, eins og áður
var auglýst. Þó verða gerðar nokkrar breytingar á framkvæmd mótsins til að fara
eftir sóttvarnarreglum og minnka líkur á smiti keppenda, þjálfara og
starfsmanna mótsins:
Engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu, sbr. reglugerð
heilbrigðisráðherra nr. 957/2020.
Keppni í aldursflokkum 15 ára og yngri, þ.e. fædd 2005 og
síðar, verður í KR-heimilinu við Frostaskjól, eins og áður var auglýst. Keppni
í aldursflokki 16-18 ára (fædd 2002-2004) verður í Íþróttahúsi Hagaskóla við
Neshaga.
Í KR-heimilinu verður aldurshópunum 11 ára og yngri (fædd
2009 og síðar), 12-13 ára (fædd 2007-2008) og 14-15 ára (fædd 2005-2006) haldið
aðskildum eins og kostur er og verður hver aldurshópur aðskilinn á sínu svæði í
salnum (sbr. sóttvarnarhólf). Til þess að það sé hægt gæti þurft að breyta
tímaáætlun mótsins lítillega – þó ekki þannig að keppnisflokkum sé flýtt heldur
hugsanlega seinkað innan dags. Fari svo verður tilkynnt um það sérstaklega á
bordtennis.is fimmtudaginn 7. október nk.
Tekið verður á móti keppendum fæddum 2005 og síðar í anddyri
KR-heimilisins og þeim vísað á sitt svæði. Þeir, sem ekki hafa þegar greitt
keppnisgjöld rafrænt (sem er mælt með), geta þá greitt með millifærslu.
Leikmenn eru beðnir um að koma klæddir í keppnisföt þannig
að ekki þurfi að nota búningsklefa. Þeir komi með nesti og vatnsflösku, þar sem
ekki verður veitingasala á mótinu.
Þjálfarar mega koma með leikmönnum en þeir skulu vera með
grímur til að gæta að sóttvörnum. Óheimilt er að þjálfarar eða aðrir fari á
milli sóttvarnarhólfa. Mótsstjórn mun gæta að hámarksfjölda á hverjum stað og
tíma sbr. 5. gr. reglugerðar heilbrigðisráðherra.
Vegna óvissuástandsins hefur verið ákveðið að framlengja skráningu um sólarhring, til kl. 22 miðvikudagsins 7. október. Drætti verður líka seinkað um sólarhring og verður fimmtudaginn 8. október kl. 20.
Foreldrar eru beðnir um að skrá börn sín með rafrænu formi á
vefnum, og setja inn nöfn sín og símanúmer, til vonar og vara ef þyrfti að ná í
þau. Formið má nálgast hér og vakni spurningar má hafa samband við mótsstjórn: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSermM6G5ROy2fyKJj_LxMDb51hAeFk7PqRdwOFz4s8-6_iKsw/viewform
Athugað verður hvort hægt verður að streyma frá mótinu og setja úrslit sem fyrst inn á vef mótsins á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com.
Bréf með þessum upplýsingum: