Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslandsmót unglinga

Íslandsmót unglinga í borðtennis verður haldið í TBR Íþróttahúsinu við Gnoðarvog helgina 8.-9. maí 2021. Mótið hefst á laugardeginum kl.11:00 og lýkur með verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka eftir úrslitaleiki á sunnudeginum um kl. 14:30.

Keppt verður í tvenndarkeppni,
tvíliðaleik drengja og stúlkna í einliðaleik drengja og stúlkna.

Dagskrá laugardaginn 8. maí:

Tvenndarkeppni:           

Kl. 11:00 Tvenndarkeppni  -13 ára og yngri, fædd 2008 og síðar.

Kl. 11:00 Tvenndarkeppni 14-15 ára, fædd 2006-2007.

Kl. 14:30 Tvenndarkeppni 16-18 ára, fædd 2003-2005.

Einliðaleikur fram að
undanúrslitum:           

Kl. 11:00 Einliðal. hnokka 11ára og yngri, fæddir
2010 og síðar.

Kl. 11:00 
Einliðal. táta 11 ára og yngri, fæddar 2010 og síðar.

Kl. 12:00 
Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2008-2009.

Kl. 12:00 
Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2008-2009.

Kl. 13:00 
Einleiðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2006-2007.

Kl. 13:00 
Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2006-2007.

Kl. 14:00 
Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2003-2005.

Kl. 14:00 
Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2003-2005.

Dagskrá sunnudaginn 9. maí:

Tvíliðaleikur:

Kl. 10:00 Tvíliðal. pilta 13 ára og yngri, fæddir 2008 og síðar.

Kl. 10:00  Tvíliðal. telpna 13 ára
og yngri, fæddar 2008 og síðar.

Kl. 10:00  Tvíliðaleikur
sveina14-15 ára, fæddir 2006-2007.

Kl. 10:00  Tvíliðaleikur meyja
14-15 ára, fæddar 2006-2007.

Kl. 11:00 
Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2003-2005.

Kl. 11:00  Tvíliðaleikur
stúlkna 16-18 ára, fæddar 2003-2005.

Einliðaleikur –undanúrslit og
úrslit: 

Kl  12:30
Einliðal. hnokka 11 ára og yngri, fæddir 2010 og síðar.

Kl. 12:30 Einliðal. táta 11 ára og yngri, fæddar
2010 og síðar.

Kl. 13:00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir
2008-2009.

Kl. 13:00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar
2008-2009.

Kl. 13:00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir
2006-2007.

Kl. 13:00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar
2006-2007.

Kl. 13:30 
Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2003-2005.

Kl. 14:00  Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2003-2005.

Fyrirkomulag keppni:

Keppt verður í
riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti.  Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með
einföldum útslætti skv. reglugerð um Íslandsmót.  Þrjár unnar lotur þarf til að vinna
leik.  Leikið verður með þriggja stjörnu
kúlum.

Farið verður eftir
nýjasta styrkleikaleista BTÍ við röðun í mótið.

Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum. Keppendum og áhorfendum er eindregið bent á reglur BTÍ vegna Covid-19 faraldursins.

Þátttökugjöld og skráning:

Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 5. maí kl 18:00. Dregið verður í mótið í TBR-Íþróttahúsinu fimmtudaginn 6. maí kl. 18:00.

Skrá skal keppendur á þar til gerðu skráningarfomi með því að smella hér.
Skráningar á Íslandsmótið sem féll niður í mars gilda ekki á nýja leikhelgi og því mikilvægt að allir sem ætla að keppa á Íslandsmótinu skrái sig í síðasta lagi 5. maí
.

Þátttökugjald er 2.500
kr í einliðaleik og 2.000 kr fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.000
kr á mann).

Hægt
er að greiða fyrir keppni með millifærslu á reikning Borðtennisdeildar Víkings:
Kennitala 660385-0379, reikningsnúmer: 0525-26-3693. Hafa skal nafn keppanda í
skýringu við millifærslu.

Samkvæmt
keppnisreglum mega erlendir ríkisborgararleika keppa á Íslandsmóti enda hafa
þeir verið búsettir og átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár þegar mót fer
fram.  Viðkomandi einstaklingur verður að
vera í félagi innan BTÍ.

Landsdómarar eru hvattir að gefa sig fram við mótsstjórn til að falast eftir dómarastarfi á mótinu og mun BTÍ greiða landsdómurum kr. 500 fyrir hvern leik sem þeir dæma á mótinu.

Yfirdómari:  Árni Siemsen.

Mótshaldari:  Borðtennisdeild Víkings.

Mótstjórn
skipa:  Pétur Ó. Stephensen, Ársæll
Aðalsteinsson, Jóhann Bjarnason, Nevena Tasic.

Hægt er að nálgast auglýsinguna um Íslandsmót unglinga á PDF formi með því að smella hér.

Aðrar fréttir