Íslandsmóti unglinga frestað
Fyrirhuguðu Íslandsmóti unglinga helgina 27.-28. mars hefur verið frestað vegna covid.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið en það mun
verða gert um leið og þróun faraldursins og aðstæður á næstu vikum skýrast.
Möguleg dagsetning fyrir aðra tilraun til að halda Íslandsmótið er helgin 8.-9. maí en sem fyrr segir hefur ekki verið tekin ákvörðun um það.
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu BTÍ þegar þær liggja fyrir.