Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslandsmótið 2023 sett 3. mars

Íslandsmótið í borðtennis 2023 var sett í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði föstudaginn 3. mars. Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra setti mótið og sagði frá sínum kynnum af borðtennis. Hún sagði borðtennis vera góða íþrótt og var til í að vera einn sendiherra borðtennisíþróttarinnar.
Síðan sló hún upphafshöggið og tóku Íslandsmeistararnir í einliðaleik, þau Magnús Jóhann Hjartarson og Nevena Tasic á móti boltunum frá Katrínu. Katrín fékk keppnisbol að gjöf frá Borðtennissambandinu til minningar.

Að lokinni setningunni hófst keppni í tvíliðaleik og tvenndarkeppni. Sjá má úrslitin úr leikjum kvöldsins á vef mótsins á Tournament Software,
https://www.tournamentsoftware.com/tournament/308865DB-D727-41F4-9479-726A30449AA9

Keppni heldur áfram laugardaginn 4. mars, og hefst með undanúrslitum og úrslitum í tvenndarleik. Síðan tekur við keppni í einliðaleik.

Sýnt er frá leikjum á mótinu á Fésbókarsíðu BTÍ. Sunnudaginn 5. mars verður svo sýnt beint frá keppni í einliðaleik í meistaraflokki á RÚV2.

Laugardagurinn 4. mars 2023
09.00 Undanúrslit tvenndar
09.30 Úrslit tvenndar
10.00 Meistaraflokkur karla
11.00 Meistaraflokkur kvenna
12.00 1. Flokkur karla
13.00 1. Flokkur kvenna
14.00 2. Flokkur kvenna
15.00 2. Flokkur karla

Sunnudagurinn 5. mars 2023

10.00 Undanúrslit Tvíliðaleikur kvenna & karla
10.40 Úrslit Tvíliðaleikur kvenna & karla
11.20 Undanúrslit 1. & 2. Flokkur kvenna & karla
12.00 Úrslit 1. & 2. Flokkur kvenna & karla
13.00 Undanúrslit Meistaraflokkur kvenna
13.40 Undanúrslit Meistaraflokkur karla
14.20 Úrslit Meistaraflokkur kvenna
15.00 Úrslit Meistaraflokkur karla
15.40 Verðlaunaafhending

Myndir af setningunni frá fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir