Íslandsmótið 2024 sett í Digranesi
Íslandsmótið 2024 var sett í Íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi föstudaginn 1. mars. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi og fyrrum Íslandsmeistari í unglingaflokkum (1991-1993) og í 1. flokki kvenna (1992) setti mótið og sló fyrsta höggið.
Kristján Jónasson úr Víkingi tekur þátt í sínu 50. Íslandsmóti og var honum vel fagnað.
Leikið var fram að undanúrslitum í tvíliðaleik karla og kvenna og í tvenndarleik.
Keppni heldur áfram kl. 9 laugardaginn 2. mars en þá verður leikið til úrslita í tvenndarleik. Keppni hefst í einliðaleik kl. 10. Dagskrá mótsins má sjá í frétt frá 16.2. á forsíðu vefsins.
Sjá má úrslit úr öllum leikjum á vef mótsins, sjá https://www.tournamentsoftware.com/tournament/CE605194-0478-443C-8E9D-E2D5B951D4A4
Uppfært 2.3. og 3.3.