Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslandsmótið í borðtennis 2016

ÍSLANDSMÓTIÐ í borðtennis fer fram í TBR – Íþróttahúsinu við Gnoðarvog helgina 12.–13. mars 2016. Mótið hefst á laugardeginum kl.11 og lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 14:30 á sunnudeginum.

 

Keppt verður í:

 • Tvenndarkeppni, tvíliðaleik karla og kvenna og
 • í einliðaleik í meistaraflokki, 1. og 2. flokki karla og kvenna.

 

Dagskrá laugardaginn 12. mars:

 • 11:00 Tvenndarkeppni – úrslitaleikur kl. 12:30
 • 12:00 Tvíliðaleikur karla, leikið fram að undanúrslitum
 • 13:00 Tvíliðaleikur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
 • 14:00 Meistaraflokkur kvenna, leikið fram að undanúrslitum
 • 14:00 Meistaraflokkur karla, leikið fram að undanúrslitum
 • 15:00 1. flokkur kvenna, leikið fram að úrslitaleik
 • 15:00 1. flokkur karla, leikið fram að úrslitaleik
 • 16:00 2. flokkur kvenna, leikið fram að úrslitaleik
 • 16:00 2. flokkur karla, leikið fram að úrslitaleik

 

Dagskrá sunnudaginn 13. mars:

 • 11:30 Úrslitaleikir í 1. og 2. flokki karla og kvenna
 • 12:00 Undanúrslit í tvíliðaleik karla og kvenna
 • 12:30 Úrslitaleikir í tvíliðaleik karla og kvenna
 • 13:15 Undanúrslit í meistaraflokki karla og kvenna
 • 14:00 Úrslitaleikir í meistaraflokki karla og kvenna
 • 14:30 Verðlaunaafhending

 

Leikinn verður einfaldur útsláttur 3-5 lotur í öllum flokkum nema í meistaraflokki karla og kvenna, þar verða leiknar 4-7 lotur.

Raðað verður samkvæmt keppnisreglum BTÍ og reglugerð um Íslandsmót. Veitt verða verðlaun fyrir 4 efstu sætin.  Skráningargjald er kr.1.500 í einstaklingskeppnina og kr. 3.000 fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni.

Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 9. mars kl 18:00 og skal senda skráningar á netfangið [email protected] fyrir þann tíma.

Dregið verður á skrifstofu BTÍ sama dag kl. 20:00.

 

Yfirdómari:  Árni Siemsen.

Mótshaldari:  Borðtennisdeild Víkings.

Bréf um mótið: ÍSLANDSMÓTIÐ 13-14 mars 2016

Aðrar fréttir