Íslandsmótið í borðtennis fer fram 1. til 3. mars
Íslandsmótið í borðtennis 2024 fer fram í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi 1.-3. mars 2024. Mótið er í umsjá Borðtennissambands Íslands. Leikið verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik
Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um dagskrá mótsins, keppnisfyrirkomulag, leikheimildir, skráningar, keppnisgjöld og drátt mótsins. Neðst eru svo upplýsingar um mótsstjórn og hvert beina skuli fyrirspurnum.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudagurinn 1. mars 2024
17.00 Íslandsmótið sett
17.10 Tvíliðaleikur kvenna & karla fram að undanúrslitum
18.00 Tvenndarleikur fram að undanúrslitum
Laugardagurinn 2. mars 2024
09.00 Undanúrslit tvenndar
09.30 Úrslit tvenndar
10.00 Meistaraflokkur karla
11.00 Meistaraflokkur kvenna
12.00 1. Flokkur karla
13.00 1. Flokkur kvenna
14.00 2. Flokkur kvenna
15.00 2. Flokkur karla
Sunnudagurinn 3. mars 2024
10.00 Undanúrslit Tvíliðaleikur kvenna & karla
10.40 Úrslit Tvíliðaleikur kvenna & karla
11.20 Undanúrslit 1. & 2. Flokkur kvenna & karla
12.00 Úrslit 1. & 2. Flokkur kvenna & karla
13.00 Undanúrslit Meistaraflokkur kvenna
13.40 Undanúrslit Meistaraflokkur karla
14.20 Úrslit Meistaraflokkur kvenna
15.00 Úrslit Meistaraflokkur karla
15.40 Verðlaunaafhending
Keppnisfyrirkomulag
Leiknar verða 3-5 lotur í öllum flokkum nema í meistaraflokki karla og kvenna þar sem leiknar eru 4-7 lotur. Keppt verður með hvítum Stiga perform 3* 40+ keppniskúlum. Verðlaun verða veitt fyrir efstu fjögur sætin í hverjum flokki. Íslandsmeistaratitill verður veittur fyrir efsta sætið í hverjum flokki. Mótið gildir til styrkleikalista Borðtennissambands Íslands.
Leikheimild
Keppni á Íslandsmótinu í borðtennis er opin öllum íslenskum ríkisborgurum og þeim erlendu ríkisborgurum sem hafa átt búsetu og lögheimili á Íslandi í þrjú ár við upphaf móts.
Skráning
Skráning fer fram í gegnum skráningarform BTÍ. Skráningarformið má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/1-ae4zL3waZqB80gGyLJYYnD5V2c6lgovrcELgDCQ8YY/edit
Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti á netfangið [email protected]. Í skráningu skal taka fram fullt nafn keppanda, kennitölu og félag.
Keppnisgjöld
Tvenndarleikur 2500 kr. parið
Tvíliðaleikur 2500 kr. parið
Meistaraflokkur 2500 kr.
1. flokkur 2500 kr.
2. flokkur 2500 kr.
Greiða skal fyrir keppni með millifærslu á reikning Borðtennissamband Íslands:
Kennitala: 581273-0109
Reikningsnúmer: 0334-26-050073
Afrit sendist á [email protected]
Setjið kennitölu keppanda í skýringu.
Dregið í mótið
Dregið verður í mótið miðvikudagskvöldið 28. febrúar klukkan 20:00. Allar skráningar skulu berast fyrir þann tíma. Dregið verður í mótaforritinu Tournament Software og mun drátturinn verða birtur í gegnum það.
Dómarar
Yfirdómari verður auglýstur síðar en Borðtennissamband Íslands auglýsir eftir landsdómurum til að dæma á mótinu.
Mótsstjórn og spurningar
Í mótsstjórn sitja Guðrún Gestsdóttir, Óskar Agnarsson og Tómas Ingi Shelton.
Öllum spurningum varðandi mótið skal beint til [email protected] undir yfirskriftinni “Fyrirspurn.”