Íslandsmótið í flokkakeppni unglinga
Íslandsmót í flokkakeppni unglinga í borðtennis 2020 fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 7. mars 2020. Borðtennissamband Íslands verður umsjónaraðili mótsins að þessu sinni.
Aldursflokkar
Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum drengja og stúlkna, skv. reglugerð um flokkakeppni:
- Piltar og telpur fædd 2007 og síðar (13 ára og yngri)
- Sveinar og meyjar fædd 2005-2006 (14-15 ára)
- Drengir og stúlkur fædd 2002-2004 (16-18 ára)
Dagskrá
Laugardagur 7. mars 2020
09:00 Piltar fæddir 2007 og síðar
09:30 Meyjar fæddar 2005-2006
11:30 Telpur fæddar 2007 og síðar
12:00 Sveinar fæddir 2005-2006
15:00 Drengir fæddir 2002-2004
15:00 Stúlkur fæddar 2002-2004
Keppnisfyrirkomulag
Hverju félagi er heimilt að tilkynna eins mörg lið til þátttöku í hvern flokk og það óskar eftir. Liðum skal þá raðað eftir styrkleika A, B, C o.s.frv. Að lágmarki eru tveir leikmenn í liði. Hver keppandi má aðeins leika í einu liði í einum flokki.
Keppt er skv. Corbillion fyrirkomulagi: Tveir einliðaleikir (A:X, B:Y), tvíliðaleikur, og síðan aftur tveir einliðaleikir (A:Y, B:X) ef þörf krefur. Þrjá vinninga þarf til að vinna leik.
Leikið verður í riðlum og síðan er leikið upp úr riðlunum með einföldum útslætti ef fleiri en 6 lið eru skráð í sama flokk. Raðað verður í riðla eftir styrkleika þeirra leikmanna sem skráðir eru í liðin skv. nýjasta styrkleikalista BTÍ.
Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í hverjum flokki.
Leikið verður með Stiga hvítum 3ja stjörnu kúlum á 10 keppnisvöllum.
Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.
Skráning og þátttökugjöld
Þáttökugjald í flokkakeppnina er kr. 3.600 á lið. Greiðsla leggist inn á reikning Borðtennissambands Íslands sem er 0334-26-050073, kt. 581273-0109. Greiðsla er staðfesting á þátttöku og skal þátttökugjaldið greiðast um leið og skráning en í síðasta lagi fyrir upphaf keppni. Tilkynning um greiðslu skal send á netfangið [email protected] og skal koma fram fyrir hvaða leikmann/lið er verið að greiða.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 5. mars 2020 kl. 17.00.
Skila þarf kennitölu allra keppenda í síðasta lagi á mótsdag!
Mótstjórn
Ingimar Ingimarsson, gsm 861-8458, [email protected]
Hlöðver Steini Hlöðversson, gsm. 824 3738 , [email protected].
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, gsm 868-6873, [email protected]
Yfirdómari: Nafn yfirdómara verður tilkynnt síðar.
Dregið verður í mótið á Fasteignasölunni Borg, Síðumúla 23, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00. Drátturinn verður birtur á vef Tournament Software að loknum drætti.
Bréf um mótið er að finna hér