Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslendingar á Malmö Open Para Games

Dagana 10.-12. febrúar fóru fjórir keppendur frá Íslandi á Malmö Open Para Games sem er stærsti íþróttaviðburður fatlaðra á Norðurlöndum. Keppt var í mörgum greinum þar sem borðtennis var ein stærsta greinin að þessu sinni með rúmlega hundrað keppendur frá 11 þjóðum.

Fyrir Íslands hönd kepptu Björgvin Ingi Ólafsson, Hákon Atli Bjarkason, Magnús Guðjónsson og Óskar Aðils Kemp. Hákon og Björgvin kepptu í klassa 1 auk þess að keppa í sínum fötlunarflokkum: Hákon í klassa 5 og Björgvin í klassa 7. Magnús og Óskar kepptu báðir í klassa 3 og sínum fötlunarflokki klassa 11.

Fararstjórar og þjálfarar voru Jón Örn Stéfánsson og Bjarni Þ. Bjarnason

Góður árangur náðist og fóru allir leikmenn með góða sigra heim að loknu móti.

  • Björgvin Ingi náði öðru sæti í flokki eitt þurfti að játa sig sigraðan gegn sterkum Norðmanni sem hann hafði þó unnið í riðlinum en Björgvin varð efstur í sínum riðli.
  • Magnús náði 5. – 8. sæti í klassa 3 eftir frækna sigra í sínum riðli og náði sömu úrslitum í flokki 11 eftir hörkukeppni.
  • Óskar Aðils Kemp fékk silfur í B keppni klassa 3 og náði svo bronsverðlaunum í fötlunarflokki 11 eftir hörkuleik við sigurvegara mótsins í undanúrslitaleik.
  • Hákon Atli náði sér í bronsverðlaun ásamt félaga sínum Tommi Urhaug frá Noregi

Mikil framför var sjáanleg hjá öllum leikmönnum hópsins og er stefnt á að fara með stærri hóp á Malmö Open árið 2024

Hákon Atli

Magnús

Björgvin Ingi

Óskar Aðils

 

Aðrar fréttir