Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslendingar á verðlaunapalli á Roskilde cup í Danmörku

Nokkrir Íslendingar unnu til verðlauna á fyrri degi Roskilde cup, sem fram fer í Hróarskeldu í Danmörku 4.-5. febrúar.

Magnús Gauti Úlfarsson, BH, vann til bronsverðlauna í Herrer elite flokki. Magnús tapaði í undanúrslitum fyrir gömlu kempunni Allan Bentsen, sem sigraði í flokknum.

Þorbergur Freyr Pálmarsson varð í 2. sæti í flokki Herre junior C.

Hergill Frosti Friðriksson vann til verðlauna í flokki Herre junior D.

Íslendingarnir áttu einnig verðlaunahafa á sunnudeginum og verður úrslitum þann daginn gerð skil þegar þau liggja öll fyrir.

Forsíðumynd og hópmynd frá Ingimar Ingimarssyni en aðrar myndir af fésbókarsíðu BTK61 club.

Aðrar fréttir