Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenska karlalandsliðið á Evrópumótinu í Austurríki

Ljósmynd:  Finnur Hrafn Jónsson

Íslenska karlalandsliðið í borðtennis hélt nú síðustu nótt til Schwechat í Austurríki þar sem fram fer Evrópumótið í liðakeppni og einstaklingskeppni.  Íslenska landsliðið er skipað þeim Daða Frey Guðmundssyni, Magnúsi K Magnússyni og Davíð Jónssyni.  Í fyrramálið spilar liðið við lið Lettlands kl. 10.00 að staðartíma (08.00 að íslenskum tíma)  og svo við lið Lúxemborg kl. 15.00 að staðartíma (kl. 13.00 að íslenskum tíma).  Í riðli með Íslandi eru lið Lettlands, Lúxemborg, Finnland, Sviss og Aserbídsjan.  Dagskrá mótsins er hægt að nálgast hér.  

Meðan á mótinu stendur verður hægt að fylgjast með beinum útsendingum af mótinu á ráð Laoloa1.tv hér.

Aðrar fréttir