Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenska karlaliðið sigraði í liðakeppni á Færeyjaleikunum

Ísland sigraði Grænland I í úrslitaleik í liðakeppni karla á Færeyjaleikunum í dag. Leiknum lauk 3-1.

Davíð Jónsson vann Aqqalu Nielsen 3-2 í upphafleiknum en Magnús Gauti Úlfarsson tapaði 0-3 fyrir bróður hans Ivik, sterkasta Grænlendingnum. Ellert Kristján Georgsson lék sem 3. maður og vann sinn leik 3-2. Magnús Gauti lagði svo Aqqalu 3-0 og tryggði íslenskan sigur. Horfa má á leikinn á fésbókarsíðu færeyska sambandsins og má einnig nálgast leikinn á síðu BTÍ.

Magnús Jóhann Hjartarson fór einnig út með liðinu en meiddist degi fyrir brottför og lék því ekki í liðakeppninni. Hann vonast til að geta leikið eitthvað á mótinu.

Einnig var leikið í tvíliðaleik í dag og sigruðu Grænlendingar í öllum flokkum, tvíliðaleik karla og kvenna, drengja og stúlkna. Davíð Jónsson og Magnús Gauti Úlfarsson höfnuðu í 2. sæti í tvíliðaleik karla eftir tap gegn bræðrunum Aqqalu og Ivik Nielsen í úrslitaleik.

Á fésbókarsíðu færeyska sambandsins má sjá glæsilegt stig sem þeir Davíð og Magnús unnu í undanúrslitum gegn Færeyingunum Fróða Jensen og Albert Weihe Wolfsberg, sjá https://www.facebook.com/193724250666600/videos/708328420272538/

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir lék með Marin Elisabet Poulsen frá Færeyjum í tvíliðaleik stúlkna og urðu þær í 2. sæti.

Forsíðumynd af vef færeyska borðtennissambandsins.

Aðrar fréttir