Íslenska landsliðið á Arctic mótinu í Færeyjum
Ísland keppir í dag og fram á sunnudag á Arctic mótinu í Færeyjum. Sendir Ísland tvö lið í keppni karla og eitt lið í keppni kvenna. Í íslenska A landsliði karla eru þeir Gunnar Snorri Ragnarsson, Magnús K Magnússon, Pétur Marteinn Tómasson og Sindri Þór Sigurðsson. Í íslenska B liðinu eru þeir Breki Þórðarson, Magnús Jóhann Hjartarson, Pétur Gunnarsson og Skúli Gunnarsson. Í íslenska kvennaliðinu eru þær Eyrún Elíasdóttir, Hrefna Namfa Finnsdóttir, Kolfinna Bjarnadóttir og Sigrún Ebba Tómasdóttir. Á mótinu eru 12 leikmenn frá Íslandi, 11 frá Færeyjum og 7 frá Grænlandi.