Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenska landsliðið á Arctic mótinu í Færeyjum

Keppendur Íslands í liðakeppninni í fyrra (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).

Ísland keppir í dag og fram á sunnudag á Arctic mótinu í Færeyjum.  Sendir Ísland tvö lið í keppni karla og eitt lið í keppni kvenna.  Í íslenska A landsliði karla eru þeir Gunnar Snorri Ragnarsson, Magnús K Magnússon, Pétur Marteinn Tómasson og Sindri Þór Sigurðsson.     Í íslenska B liðinu eru þeir Breki Þórðarson, Magnús Jóhann Hjartarson, Pétur Gunnarsson og  Skúli Gunnarsson.  Í íslenska kvennaliðinu eru þær Eyrún Elíasdóttir, Hrefna Namfa Finnsdóttir, Kolfinna Bjarnadóttir og Sigrún Ebba Tómasdóttir.  Á mótinu eru 12 leikmenn frá Íslandi, 11 frá Færeyjum og 7 frá Grænlandi.

Á mótinu taka þátt í liðakeppninni Færeyjar, Ísland og Grænland en ekki er lið frá Jótlandi að þessu sinni.  Liðakeppninni lýkur á morgun laugardag og á sunnudag er einstaklingskeppnin.  Ísland hefur titil að verja í liðakeppni karla á mótinu og einnig Magnús K Magnússon í einstaklingskeppni karla.  Í fyrra unnu þær Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Guðmundsdóttir í tvíliðaleik kvenna og Magnús K Magnússon og Daði Freyr Guðmundsson í tvíliðaleik karla.

Aðrar fréttir