Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslenska liðið hafnaði í 26. sæti á EM u13 í Zagreb

Íslenska u13 liðið hafnaði í 26. sæti á EM u13 Zagreb, eftir 0-3 tap gegn Litháen í leik um 25. sæti. Helena Árnadóttir og Heiðar Leó Sölvason unnu lotu í tvenndarleiknum og unnu því allir íslensku leikmennirnir lotu á mótinu. Alls tóku lið frá 28 löndum þátt í mótinu.

Auk þess léku íslensku leikmennirnir í B-keppni í einliðaleik en þar var leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Þessir leikir töpuðust allir 0-3. Guðbjörg Vala lék við stúlku frá Spáni, Heiðar Leó lék við leikmann frá Kosovo, Helena við stúlku frá Litháen og Kristján Ágúst við leikmann frá Serbíu.

Íslensku leikmennirnir hafa þar með lokið þátttöku sinni á mótinu og koma heim reynslunni ríkari.

Forsíðumynd frá Guðrúnu Gestsdóttur.

Aðrar fréttir