Íslenski hópurinn kominn til Rúmeníu
Íslenski hópurinn skipaður junior liði drengja (Birgir Ívarsson, Ellert Georgsson, Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Gauta Úlfarssyni), þjálfaranum Kristjáni Viðari Haraldssyni og alþjóðadómaranum Hannesi Þorsteini Guðrúnarsyni er kominn til Cluj-Napoca í Rúmeníu þar sem fram fer Evrópumót unglinga dagana 15-24. júlí. Laugardagurinn fer í æfingar í höllinni og hefst keppnin á sunnudeginum 15. júlí. Íslenska liðið er í riðli með Serbíu, Moldóvu og Ísrael. Liðakeppnin fer fram dagana 15. til 19. júlí og einstaklingskeppnin fer fram dagana 20. til 24. júlí. Á myndinni má sjá íslenska hópinn eftir langt og strangt ferðalag á föstudeginum.