Íslenski hópurinn skipaður junior liði drengja (Birgir Ívarsson, Ellert Georgsson, Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Gauta Úlfarssyni), þjálfaranum Kristjáni Viðari Haraldssyni og alþjóðadómaranum Hannesi Þorsteini Guðrúnarsyni er kominn til Cluj-Napoca í Rúmeníu þar sem fram fer Evrópumót unglinga dagana 15-24. júlí. Laugardagurinn fer í æfingar í höllinni og hefst keppnin á sunnudeginum 15. júlí. Íslenska liðið er í riðli með Serbíu, Moldóvu og Ísrael. Liðakeppnin fer fram dagana 15. til 19. júlí og einstaklingskeppnin fer fram dagana 20. til 24. júlí. Á myndinni má sjá íslenska hópinn eftir langt og strangt ferðalag á föstudeginum.

Tags

Related