Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Góður árangur í Hróarskeldu

Alls tóku 34 íslenskir keppendur frá fjórum félögum þátt Spar Nord Roskilde Cup, sem fram fer í Hróarskeldu í Danmörku 3.-4. febrúar. Vegna óhapps á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 2. febrúar var síðdegisfluginu til Kaupmannahafar aflýst. Í þeirri vél voru allir leikmenn KR nema Aldís Rún Lárusdóttir og Lúkas André Ólason, og misstu þau því framan af keppni á laugardeginum. Darian Adam Róbertsson Kinghorn úr HK komst ekki á mótið.

Undanfarin ár hafa íslenskir keppendur keppt á þessu móti en aldrei eins margir og nú. Flestir keppendurnir kepptu í nokkrum flokkum til að fá leiki við sitt hæfi.

Auk danskra leikmanna voru leikmenn úr færeyska unglingalandsliðinu meðal þátttakenda.

Ferðin og árangur í keppni þótti vera vonum framar. Það fengu allir skemmtilega leiki og nær allir með sigurleiki. Eftir því sem fréttaskrifari BTÍ kemst næst þá voru eftirtaldir í verðlaunasætum:

  • Lúkas André Ólason (KR) fékk gull í Yngre Drenge B
  • Bedö Norbu (KR) fékk gull í Herre klass 2 og Aben B
  • Tómas Holloway (KR) fékk gull Herre Junior D.
  • Viktor Daníel Pulgar (KR) fékk gull í Drenge D
  • Marta Stefánsdóttir (KR) fékk silfur í Dame Ungdom Aben B
  • Aldís Rún Lárusdóttir (KR) fékk silfur í Dame klasse 1 og var í 3.-4. sæti í Damer elite
  • Kristján Ágúst Ármann (BH) fékk gull í drengjaflokki B, 15 ára og yngri
  • Benjamín Magnússon (BH) fékk gull í Pusslinge drenge C
  • Alexander Ivanov (BH) fékk brons í U21 B flokki karla
  • Magnús Gauti Úlfarsson (BH) fékk gull í opnum flokki A og silfur í Herre klasse 1
  • Benedikt Jiyao Davíðsson (Víkingur) fékk gull í Pusslinge A

Ef einhver er með frekari upplýsingar um árangur og / eða myndir má senda þær á [email protected].

Uppfært 24.2.2024 með tveimur myndum af vefsíðunni www.voresbordtennis.dk

Aðrar fréttir