Íslenskir leikmenn á verðlaunapalli á Götalandsmästerskapen

Um helgina fór fram mótið Götalandsmästerskapen í Trelleborg í Svíþjóð og kepptu nokkrir íslenskir leikmenn á mótinu. Íslenskir keppendur voru þau Benedikt Aron Jóhannsson, Eiríkur Logi Gunnarsson, Gestur Gunnarsson, Kristján Ágúst Ármann, Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa.
Íslensku keppendurnir komust á verðlaunapall í tvíliðaleik og tvenndarkeppni:
Magnús Gauti og Sól urðu í 2. sæti í tvenndarkeppni fullorðinna.
Benedikt Aron og Kristján Ágúst urðu í 2. sæti í tvíliðakeppni 18 ára og yngri.
Eiríkur Logi og Gestur urðu í 3.-4. sæti í tvíliðaleik karla, eins og Magnús Gauti og Noah Nilsson, sem hefur leikið fyrir BH í deildakepnninni.
Öll kepptu þau svo í einliðaleik en ekkert þeirra komst á verðlaunapall, þótt mörg þeirra kæmust upp úr riðli og í útsláttarkeppnina:
Sól varð í 5.-8. sæti í flokki Damjunior 20 og í 9.-12. sæti í flokki Damsingel öppen.
Eiríkur Logi hafnaði í 5.-8. sæti í flokki Herrjunior 20 og féll úr leik fyrir sigurvegaranum í flokknum.
Magnús Gauti varð í 9.-16. sæti í flokki Herrsingel öppen.
Kristján Águst hafnaði í 9.-16. sæti í flokki Herrjunior 18 og einnig í flokki Pojksingel 16.
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu:
https://resultat.ondata.se/001318/



Myndir frá Jóhanni Inga Benediktssyni.


