Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslensku karlarnir leika til úrslita í liðakeppni karla

Íslenska karlaliðið leikur til úrslita við Grænland I í liðakeppni karla í borðtenniskeppni Færeyjaleikanna, en leikið er í Hoyvíkshøllinni.

Karlarnir sigruðu bæði Færeyjar I og Færeyjar II 3-0 og Grænland II sömuleiðis 3-0. Allir leikir gegn Grænlandi II unnust 3-0 en ein lota tapaðist gegn Færeyum II.

Í leiknum gegn Færeyjum I vann Davíð Jónsson Fróða Jensson 3-1 og Magnús Gauti Úlfarsson vann sinn leik 3-1. Ellert Kristján Georgsson var undir 0-2 og 3-8 gegn Pætur Albinus en náði að snúa leiknum sér í vil og sigra.

Í kvennaflokki vann Ísland Færeyjar 3-2 en tapaði 0-3 fyrir Grænlandi. Færeyjar vann Grænland 3-0 og því höfðu öll liðin 2 stig. Ísland hafnaði í 3. sæti með versta hlutfall unninna og tapaðra leikja, en færeyska liðið sigraði. Ekki í fyrsta skipti sem íslensku konurnar missa af sigri gegn Færeyjum og Grænlandi á þennan hátt en það hefur gerst á Arctic mótinu.

Í leiknum á móti Grænlandi léku Anna Sigurbjörnsdóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Stella Karen Kristjánsdóttir og töpuðu sínum leikjum. Gegn Færeyjum vann Aldís Rún Lárusdóttir tvo leiki og Kristín vann úrslitaleikinn 3-0. Stella var þriðji leikmaðurinn í þessum leik.

Einnig er leikið í liðakeppni unglinga, en Ísland sendi ekki unglingalið til keppni.

Sýnt var beint frá leikjum dagsins á fésbókarsíðu Borðtennissambands Færeyja, sjá https://www.facebook.com/Bor%C3%B0tennissamband-F%C3%B8roya-193724250666600/

Heimasíða sambandsins: http://www.btsf.fo/

Forsíðumynd af heimasíðu færeyska sambandsins.

Aðrar fréttir