Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslensku karlarnir sigruðu Montenegro í tvíliðaleik

Borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum í Andorra hófst 27. maí með keppni í tvíliðaleik.

Karlaliðið, skipað Inga Darvis Rodriguez og Magnúsi Gauta Úlfarssyni kepptí í B-riðli með Lúxemborg, Montenegro og San Marínó. Þeir félagar sigruðu Montenegro 3-0, en töpuðu 1-3 bæði fyrir Lúxemborg og San Marínó. Allar loturnar í leiknum við San Marínó voru jafnar.
San Marínó sigraði í riðlinum en mátti lúta í lægra haldi fyrir Kýpur í undanúrslitum. Lúxemborg lagði hins vegar Möltu í hinum undanúrslitunum og sigraði svo Kýpur 3-0 í úrslitum.

Kvennaliðið, sem þær Aldís Rún Lárusdóttir og Nevena Tasic skipa, lék í A-riðli með Kýpur og Möltu. Þessi lið voru sterkari en íslenska liðið og báðir leikirnir töpuðust 0-3. Þetta reyndust svo vera liðin sem mættust í úrslitum og sigraði Malta Kýpur 3-0. Í undanúrslitum vann Malta Lúxemborg 3-1 og Kýpur lagði San Marínó 3-2. Konurnar hefðu því getað verið heppnari með drátt í riðla.

Borðtenniskeppni leikanna heldur áfram 28. maí en þá er leikið í einliðaleik.

Sýnt er beint frá keppni á leikunum á vefnum. Sjá https://hdsportstvplay.com/Andorra-2025/

Hér má sjá úrslit úr borðtenniskeppni leikanna: https://gsse-andorra2025.com/en/schedule-and-results/

Forsíðumynd frá Aldísi Rún Lárusdóttur.

Aðrar fréttir