Íslensku konurnar unnu þrjá flokka í Odense
Fjórar íslenskar landsliðskonur kepptu á OB Stævne mótinu í Odense í Danmörku helgina 30. nóvember til 1. desember. Þær Aldís Rún Lárusdóttir, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Helena Árnadóttir og Sól Kristínardóttir Mixa náðu góðum árangri og unnu allar nokkra leiki. Guðbjörg Vala sigraði í tveimur flokkum og Sól í einum flokki, auk þess sem þær fengu báðar bronsverðlaun.
Úrslit úr einstökum flokkum:
Dame Senior 2 DS. Aldís og Helena unnu einn leik í riðlinum en komust ekki áfram. Guðbjörg Vala vann sinn riðil og komst áfram í útsláttinn og vann flokkinn.
Dame Junior B DS. Guðbjörg Vala vann sinn riðil og Helena vann tvo leiki af þremur í sínum riðli. Guðbjörg Vala sigraði í flokknum og Helena varð í 5.-8. sæti.
Dame Senior 1 DS. Sól vann sinn riðil og sigraði í flokknum. Aldís vann leik í riðlinum en komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.
Dame U 21 Elite DS. Sól vann leik í riðlinum og komst í útsláttarkeppnina, þar sem hún varð í 3.-4. sæti.
Pige Elite DS. Guðbjörg og Helena unnu báðar tvo leiki í riðlinum og komust í útsláttarkeppnina. Helena varð í 5.-8. sæti en Guðbjörg Vala í 3.-4. sæti og tapaði undanúrslitaleiknum í oddalotu.
Dame Senior Elite DS. Aldís vann einn leik í fjögurra manna riðli og komst ekki upp úr riðlinum. Sól var í þriggja manna riðli og vann einn leik og komst í útsláttarkeppnina og varð í 5.-8. sæti.
Dame Junior Elite DS. Sól vann tvo leiki í riðlinum og komst áfram og hafnaði í 5.-8. sæti eftir tap í oddalotu í fjórðungsúrslitum. Guðbjörg vann einn leik í riðlinum og komst í útsláttarkeppnina á lotuhlutfalli og varð líka í 5.-8. sæti. Helena vann sömuleiðis einn leik í riðlinum en komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.
Åben 1 HS. Aldís lék í þessum flokki og tapaði leikjum sínum í riðlinum.
Hér má sjá öll úrslit á mótinu: http://resultat.ondata.se/001190/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1Y8-HEUBqmaadt-CiEt0DaN5Us4yJNesocongAb2vbvOtMK1rfccXWaJM_aem_YMFMd63khCWu28BjVckncQ
Forsíðumynd af hópnum frá Aldísi.