Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslensku leikmennirnir luku keppni í sætum 95-112 á Finlandia Open

Íslensku keppendurnir luku keppni í einliðaleik karla á Finlandia Open laugardaginn 9. desember. Þeir höfnuðu í sætum 95-112 af 116 keppendum. Ekki unnust neinir leikir síðasta keppnisdaginn en flestir keppendur unnu lotur.

Úrslit úr leikjum laugardaginn 9. desember:

  • Birgir Ívarsson – Dorian Girod, Sviss 0-4 (9-11, 5-11, 3-11, 2-11)
  • Birgir Ívarsson – Mahammad I. Ansari, Azerbaidjan 1-4 (6-11, 7-11, 6-11, 16-14, 4-11)
  • Birgir Ívarsson – Micki Herskind, Danmörku, Herskind mætti ekki.

Birgir hafnaði í 95. sæti.

  • Magnús Gauti Úlfarsson – Tomas Hort, Tékklandi 1-4 (9-11, 11-5, 4-11, 9-11, 12-14)
  • Magnús Gauti Úlfarsson – Theo Abrahamsson, Svíþjóð 0-4 (5-11, 7-11, 5-11, 6-11)

Magnús Gauti lauk keppni í 104. sæti.

  • Ingi Darvis Rodriguez – Mattia Berardi, San Marínó 0-4 (7-11, 7-11, 5-11, 5-11)
  • Ingi Darvis Rodriguez – Esa Miettinen, Finnlandi 0-4 (8-11, 6-11, 9-11, 5-11)

Ingi hafnaði í 108. sæti.

  • Magnús Jóhann Hjartarson – Matias Ojala, Finnlandi 2-4 (8-11, 9-11, 5-11, 11-9, 11-9, 2-11)
  • Magnús Jóhann Hjartarson – Kristian Kant, Eistlandi 1-4 (3-11, 11-8, 6-11, 8-11, 9-11)

Magnús Jóhann lauk keppni í 112. sæti.

Mynd af Inga að fagna sigri föstudaginn 8. des. frá Ólafi Rafnssyni landsliðsþjálfara.

 

ÁMU

Aðrar fréttir