Íslensku leikmennirnir úr leik í huggunarkeppni EM unglinga
Íslensku leikmennirnir töpuðu allir leikjum sínum í huggunarkeppni EM í einliðaleik drengja. Magnús Gauti tapaði í oddalotu gegn dönskum leikmanni eftir að hafa unnið tvær fyrstu loturnar og Ingi Darvis vann lotu af slóvakískum andstæðingi sínum en Birgir og Ellert töpuðu 0-3.
Þátttöku íslensku leikmannanna er því lokið á þessu Evrópumeistaramóti unglinga. Birgir og Magnús Gauti eru á síðasta ári í drengjaflokki en Ellert á eitt ár eftir í þessum flokki og Ingi Darvis tvö. Þeir tveir eiga því möguleika á að koma aftur að ári.
Úrslit úr einstökum leikjum
Magnús Gauti Úlfarsson – Daniel Simonsen, Danmörku 2-3 (11-9, 11-8, 7-11, 7-11, 5-11)
Ellert Kristján Georgsson – Ilia Kortchinski, Belarus (Hvíta-Rússlandi) 0-3 (3-11, 6-11, 7-11)
Birgir Ívarsson – Pedram Moradabbasi, Finnlandi 0-3 (7-11, 6-11, 12-14)
Ingi Darvis Rodriquez – Samuel Cyprich 1-3 (8-11, 8-11, 12-10, 4-11)
Hannes Guðrúnarson, alþjóðadómari, dæmdi í fyrsta skipti erlendis eftir að hann fékk alþjóðlegu dómararéttindin. Hann sést hér við dómgæslu. Þessi mynd, og forsíðumyndin af fésbókarsíðu BTÍ en þær tók Róbert Ben.
Á frídeginum á milli liðakeppni og einstaklingskeppni fóru strákarnir í bæjarferð, sjá mynd.
ÁMU (myndir uppfærðar 23.7.)