Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Íslensku liðin höfnuðu í 36.-37. sæti í liðakeppni á EM unglinga

Hrefna Namfa Finnsdóttir og hinar íslensku stúlkurnar höfnuðu í 36. sæti í liðakeppni (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).

Íslensku liðin luku keppni í liðakeppni á EM unglinga í dag. Öll liðin töpuðu leikjum sínum í dag 0-3. Stúlknaliðið og drengjaliðið töpuðu hvort um sig 0-3 á móti Armeníu í leik um 35. sæti. Liðin höfnuðu því í 36. og neðsta sæti í sínum flokkum. 

Sveinaliðið tapaði fyrir Finnlandi í leikjum um sæti 35-37 og hafnar í 37. sæti af 39 liðum. Liðið lék ekki við Írland og San Marino, sem höfnuðu í sætum 38 og 39.
Sigrún Ebba tapaði í oddalotu í leiknum í dag og Pétur tapaði 1-3. Aðrar lotur unnust ekki en Skúli var nálægt því að vinna tvær lotur.

Keppni í einstaklingsgreinum hefst á morgun, 17. júlí.

ÁMU

Aðrar fréttir