Íslensku strákarnir hefja keppni á EM unglinga 14. júlí
Íslensku strákarnir hefja keppni á EM unglinga í Gliwice í Póllandi þann 14. júlí og hefst mótið með liðakeppni. Keppt er í riðlum en að riðlakeppninni lokinni er leikið upp úr riðlunum um einstök sæti.
Drengjaliðið (junior, 16-18 ára) skipað þeim Eiríki Loga Gunnarssyni, Steinari Andrasyni og Þorbergi Frey Pálmarssyni leikur í I-riðli. Þeir mæta Austurríki kl. 13.20 og Finnlandi kl. 19.40 að staðartíma. Þeir mæta svo Kosovo þann 15. júlí kl. 15.00.
Sveinaliðið (kadett, 15 ára og yngri) skipa þeir Alexander Ivanov, Benedikt Aron Jóhannsson og Tómas Hinrik Holloway. Þeir spila í G-riðli og keppa við Montenegro kl. 9.00 og Lúxemborg kl. 15.30. Síðasti leikurinn í riðlinum er við Möltu kl. 11.30 þann 15. júlí.
Forsíðumynd af Benedikt úr myndasafni Finns Jónssonar.