Íslensku unglingarnir hafa lokið keppni á EM unglinga
Íslensku unglingarnir hafa lokið keppni á EM unglinga í Belgrad í Serbíu.
Kristjana Áslaug Káradóttir Thors og Þuríður Þöll Bjarnadóttir mættu pari frá Norður-Makedóníu í tviliðaleik stúlkna og töpuðu 0-3. Sól Kristínardóttir Mixa og Sabine Darmanin frá Möltu unnu eina lotu í tvíliðaleik gegn pari frá Lettlandi og Lúxemborg og töpuðu leiknum 1-3.
Alexander Ivanov og Einar Karl Kristinsson töpuðu 0-3 fyrir pari frá Þýskalandi í 64 manna útslætti í tvíliðaleik pilta 15 ára og yngri.
Mótið heldur áfram og lýkur með síðustu úrslitaleikjunum föstudaginn 15. júlí.